Rímur af Oddi sterka – Sjötta ríma – Vantraustsríma Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 6

Rímur af Oddi sterka – Sjötta ríma – Vantraustsríma Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Eiga glímu ný og nið
bls.178–180
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1932
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ríman sjálf er óbreytt samhenda en mansöngur(fyrstu fjórar vísur) er ortur undir hringhentri samhendu (hagkveðlingahætti). Síðasta vísan er samhent – áttstiklað (áttþættingur).
Sjötta ríma
Vantraustsríma Odds sterka

1.
Eiga glímu ný og nið,
nótt og brími um ljóða svið.
Eldri tíma kvæðaklið
kviðu og rímu nefnum við.
2.
Allt í skorðum stuðla stóð.
Stefja þorðu skáldin fróð
snjöllum orðum aldýr ljóð,
andans forða skópu þjóð,
3.
Ást og tryggð þau hófu hátt,
hreysti og dyggð þau leyfðu dátt,
svik og brigð þau settu lágt,
um sorg og hryggð þau kváðu fátt.
4.
Skortir kynngi sköpunar
skáldfyglinga nútíðar,
alltaf syngja og alls staðar
um ástarsting og kvennafar.

*

5.
Vandasamt er sjómanns fag,
sigla og stýra nótt og dag.
Þeir sem stjórna þjóðarhag
þekkja varla áralag.
6.
Eftir mikið þras og þóf
þingið upp til valda hóf
menn sem hafa ei pungapróf.
Piltar, það er forsmán gróf.
7.
Aldrei bröndu Ási dró,
aldrei þekkti stag frá kló,
aldrei meig í saltan sjó.
Sá, held ég, að stjórni þó!
8.
Steina er tyllt á háan hól,
hempan sniðin upp í kjól.
Köttur skipar bjarnar ból.
Betur sat hann lægri stól.
9.
Síldarmála svikum ann
sakamálaráðherrann.
Oddi er mál að hitta hann,
hrygginn mála blóðrauðan.
10.
Oddur rekur þessa þrjá
þurfalinga hreppinn á,
stjórnar öllu Oddgrad frá
eins og Stalín Rússíá.

*

11.
Bauga tróðan blíð og hljóð
brosir rjóð og þakkar óð.
Að yrkja ljóð og faðma fljóð
á fornan móð er skemmtan góð.