Rímur af Oddi sterka – Fyrsta ríma – Æskuár Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 1

Rímur af Oddi sterka – Fyrsta ríma – Æskuár Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Hitnar blóð því kappi í kinn
bls.163–165
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Rímur
Fyrsta ríma
Æskuár Odds sterka

1.
Hitnar blóð því kappi í kinn
kemur ljóðahugurinn.
Þekku fljóði þráð ég spinn,
þeyti óðar rokkinn minn.
2.
Þín skal minnast, hringþöll hýr,
haldgóð spinnast ævintýr,
síðan tvinnast saga skýr,
seinast þrinnast bragur dýr.
3.
Samkembt hef ég sundruð gögn,
safna í vefinn hverri ögn,
upp því gref úr gleymsku og þögn
glötuð stef og týnda sögn.
4.
Koma dagar, ráðas ráð,
rétt mun fagurt efnið kljáð,
fróðir staga þráð við þráð,
þjóðarsagan verður skráð.

*

5.
Fæddur í veri Oddur er,
um þann knérunn vitni ber,
er leikur sér um sund og sker,
siglir *knerri um bláan ver.
6.
Ungur gáði út á svið,
ungur dáði hafsins nið,
ungur þáði Ægi við
afl og dáð og sjómanns snið.
7.
Lét ei hræða brim né byl,
bjóst á græði fanga til.
Á keip og ræði kunni skil –
og kristin fræði hér um bil.
8.
Lærði að taka lag og mið,
lenda, stjaka, halda við,
skorða, baka, hitta hlið,
hamla, skaka og andófið –
9.
Hausa, fletja, slíta slóg,
sleddu hvetja, ausa sjó,
fast að setja, fíra kló,
fella net og splæsa tóg –
10.
Grunnmál taka, leggja lóð,
lúðu flaka, slægja kóð,
seglum aka, beita bjóð,
blóðga, kraka, róa í njóð.
11.
Lærði að þekkja bakka, brok,
bólstra, mekki, þoku, fok,
brælu, strekking, rumbu, rok,
reynslu fékk um tregðu og mok.
12.
Seglum þöndum sigldi á slóð.
Svam að ströndum veiði góð,
síli, bröndur, seiði, kóð
svo á höndum einum stóð.

*

13.
Þrýtur ljóða þráðurinn,
þagnar óðar rokkur minn.
Heillinn rjóða, hýr á kinn,
haltu til góða í þetta sinn.