Því er mér brísheitt - - | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Því er mér brísheitt - -

Fyrsta ljóðlína:Þeir halda þú vorgyðja farir oss frá
bls.155
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916

Skýringar

Neðanmáls stendur: „Eftirfarandi smákvæði eru ort veturinn 1916, þá er farskóli var haldinn á heimili höfundar. Las hann kvæði þessi fyrir skólabörnin; lofaði þeim að kjósa sér eitt kvæði hverju þeirra, að vild, og gaf þeim síðan kvæðin skrifuð á blað.“
Kvæðið Því er mér brísheitt er fyrst þessara smákvæða.
1.
Þeir halda þú vorgyðja farir oss frá
og forðir þér vetrarins grandi
er þú hefir endurreist ungviðin smá
og afmáðar fannir í landi,
þá lokið sé starfs þíns og hérvistar hring.
En hjá okkur dvelurðu árið um kring.
2.
En þegar að hræðir þig harðviðrið kalt
á hávetri löngum og ströngum,
þá veit ég að flýgurðu ofan við allt
það illinda-fargan, með söngum,
og barnshugann létta við brjóstin þín þýð.
Þar barstu mig löngum á æskunnar tíð.
3.
Þótt ég sé of þungur og þrælbundinn nú
og þaulsætri ómennsku háður,
en veit ég að líður í loftinu þú
með lokkandi hljómum sem áður.
Og víst er mér hugraun að vera þá kyr.
En vonandi er barnshuginn léttur sem fyr.
4.
Í lækjunum birtistu marauðu mér
er mjöllinni hleður á þorra,
og hvergi til þúfu né þverhamra sér
í þrengingum afdala vorra.
Þá speglast þín blæfagra, broshýra mynd
í brjórtvökva jarðar og ódáinslind.
5.
Þar oft hefi ég setið er svartast var kóf
og sótt þangað vonina og trúna,
og kraft til að standast hin klaksáru próf.
Ég kem þaðan rakleiðis núna.
Og því er mér brísheitt í brunanum þeim
og bjart fyrir augum þó syrti í heim.