Vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vor

Fyrsta ljóðlína:Ljómar heimur logafagur
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.44
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Ljómar heimur loga-fagur,
lífið fossar, hlær og grær.
Nú er sól og sumardagur,
söngvar óma fjær og nær.
Vorsins englar vængjum blaka,
vakir lífsins heilög þrá.
Sumar-glaðir svanir kvaka
suður um heiðavötnin blá.
2.
Hvílir yfir hæðum öllum
himnesk dýrð og guðaró.
Yfir jöklum, fram’ á fjöllum,
fellir blærinn þokuskóg.
Nú er gott að vaka, vaka,
vera til og eiga þrá.
Sumar-glaðir svanir kvaka
suður um heiðavötnin blá.
3.
Drekk ég glaður fjallafriðinn,
fylli skálar sólskinsró.
Teigar ljós við lækjarniðinn
lítil rós í klettató.
Sé ég fagra sýn til baka,
sólareld og fjöllin blá.
Nú er gott að vaka, vaka
vera til og eiga þrá.