Sumarnótt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumarnótt

Fyrsta ljóðlína:Undir bláhimni blíðsumars nætur
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:Fyrir 1961
Flokkur:Ástarljóð

Skýringar

Lag: Joe Lyons og Sam C. Hart, 1933.
Um uppruna þess að ljóðið er sungið við lag Lyons og Harts, sjá: http://mbl.is/greinasafn/grein/121573/
1.
Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Eg var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
2.
Eg vil dansa við þig, meðan dunar
þetta draumblíða lag, sem eg ann.
Meðan fjörið í æðunum funar
af fögnuði hjartans, er brann.
Að dansa dátt, það er gaman,
uns dagur í austrinu rís.
Þá leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.