Sorgarraunir Maríu (Stabat mater dolorosa) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sorgarraunir Maríu (Stabat mater dolorosa)

Fyrsta ljóðlína:Tignust mey og móðir að Kristi
bls.176–178
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbAAb
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmur þessi er þýðing Stefáns Ólafssonar á sálminum Stabat mater dolorosa eftir fransiskana-munkinn Jacopone de Todi (d. 1306).
1.
Tignust mey og móðir að Kristi
margtáruð við krossinn gisti
síns einkasonar í ásýnd þjóns,
hættur treginn hjartað nisti,
hugurinn ekki spádóms missti
af sverði Simeóns.
2.
Ó, hvað særð var sútargrandi
signuð móðir geðs í landi
lífs ávaxtar eingetins,
er syrgjandi, sárt harmandi,
sér barmandi var lítandi
kvalræði sonar síns.
3.
Frelsarans móðir fylltist kvíða,
fölnaði kinn og ásýnd blíða,
laugaði andlit, en fimm sár,
krossjárn, þyrnir, þrástyrkt síða,
þrútinn blámi og bólgan stríða
meyju varð mækir blár.
4.
Þegar að Kristur blasti bundinn
blóðugum höndum sleginn, hrundinn,
svipum hraktist mörgum með,
meyjar hjartans ýfðust undir
eins og strax frá lífi mundi
hverfa, svo hryggðist geð.
5.
Jesús hafður úr höllu innan
hraktur, lamdur, barður stinnan
út bar kross fyrir allra sjón,
móðir á leið er lambi að sinna,
líkt og súnamitisk kvinna
æpir sinn einkason.
6.
Hver skal maður, er mundi ei tárast
móður Guðs ef liti klára
mædda í svoddan sút og pín?
Hver skal sá er sorgarbára
sækti ei, hana ef liti sára
gráta með syni sín?
7.
Fyrir syndir sinna lýða
sá hún Jesúm kvalir líða
og lemstrin hörðu hristi af,
dýrstan mög leit döpur síðan
dauðanum yfirgefinn stríða,
upp er sinn anda gaf.
8.
Móður Kristí með syrgjandi,
meðaumkandi, framfallandi
herrans Krists yfir hörðum deyð,
oss, ó, Jesú, lát lífandi
lífstjóns þíns með hennar grandi
minnast æ lífs á leið.