Vítaspyrna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vítaspyrna

Fyrsta ljóðlína:Ég þreytti lengi knattleik við sifjalið Satans
bls.58–59
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Ég þreytti lengi knattleik við sifjalið Satans
og séð hefur engi þvílíkan djöflagang.
Ég varðist einn á vallarhelmingi mínum
með vindstöðu beint í fang.
2.
En upphlaupum hinna ég varðist þó vonum lengur
og víst fengu djöflarnir frá mér hættuleg skot.
Að lokum varð ég í nauðvörn að neyta hnefans,
sem náttúrlega var brot. –
3.
Og drottinn var sjálfur dómari í þessum leik.
Þó dómarar hafi yfirleitt nóg með sig, –
var liði svo ranglega skipt og mín vígstaða veik,
að ég vonaði hann mundi sjá gegnum fingur við mig.
4.
Hendi! kallaði drottinn –
og dæmdi þeim aukaspark.
Og djöfullinn skoraði mark.