Herhlaup Mongóla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Herhlaup Mongóla

Fyrsta ljóðlína:Hljóp morðægur / Mongóla her
bls.172–173
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Söguljóð
1.
Hljóp morðægur
Mongóla her
og hrægrimmur
af heiðum ofan;
dundu dalir,
drundu klettar,
hurfu hljóðandi
heillavættir.
2.
Fóru féndur
sem foss af bergi
steypist fyrir stál
og storðu hristi;
geystust eyðandi
sem ægiskriða
sópi holdi og húð
hæstu fjalla.
3.
Óðu gunnvargar
um guma byggðir
sem eldslogar
um akurlendi,
en drepandi
dauðakviðu
söng í sífellu
slíðurtunga.
4.
Brunnu borgir,
brustu vígi,
ruðust ríki
rekka dreyra;
emjuðu úlfar
af offylli,
fnasaði Fenrir,
fjandinn var laus.
5.
Stóð á önd,
þegar austur sneri
óargalið,
Evrópu fold:
lágu löðrandi
lönd í dreyra
vargi seld
en verar dauðir.