Vetrarkvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vetrarkvöld

Fyrsta ljóðlína:Degi hallar, hafs að djúpi
bls.65–66
Bragarháttur:Langhent – hringhent
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Vetrarkvæði
Vetrarkvöld
1.
Degi hallar, hafs að djúpi
hökul falla lætur sinn,
fold í mjallar hvílir hjúpi,
hrímar allan gluggann minn.
2.
Kynjamóður kaldar loga,
kvikur glóða faldur rís.
Sveipar hljóð um sund og voga
silfurslóða mánadís.
3.
Þögnin seið í sálu kyndir,
söngva leiðir opnar finn.
Yfir breiðir böl og syndir
bláa heiðið faðminn sinn.