Æska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Æska

Fyrsta ljóðlína:Æskan á vorlétta vængi
bls.106–107
Bragarháttur:Solveigarlag með frjálsum forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Æskan á vorlétta vængi,
viðförla drauma,
lífsgleði, löngun og harma,
sem líða með blænum;
vilja sem vaggast á bárum
vonar og ótta,
tár sem að tindra og þorna
við trúarskin hjartans.
2.
Vegirnir liggja svo víða;
hún velur þann efsta,
greiðfæru götunni hafnar,
hin grýtta er hærri.
Straumarnir stefna að hafi,
stormarnir bera
fleyið á ókyrrum örum
uns áttin er fundin.
3.
Ljósblik og skuggar um lífið
líða og hverfa,
þar til að æskunnar eldur
í elliblæ kulnar.
Þið, sem að fylgt hafið fyrri
til fjallanna bláu,
vitið hve vandhitt er gatan,
hinn villta ei dæmið.