Kórbragur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kórbragur

Fyrsta ljóðlína:Virðing það var mjög há
bls.21
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt aaaa
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Háðkvæði

Skýringar

Bragur þessi er í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna eftir Gísla Konráðsson sem hefur haft hann eftir handriti Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum. Bragurinn er ortur í orðastað Daða Bjarnasonar, trúlega á ofanverðri 17. öld. Að sögn Gísla bjó Daði fyrst á Illugastöðum á Laxárdal en flutti síðan að Gauksstöðum á Skaga. Hann var skrúðdjákn og vísar Kórbragur líklega til þess embættis hans, líklega við Hvammskirkju í Laxárdal. Gísli segir höfund bragsins Jón nokkurn Skýrkláruson, og hafi hann verið kenndur svo við auknefni móður sinnar sem hann segir hafa þótt heldur lítilhæfa. Segir Gísli tilefni bragsins hafa verið heillaóskasálm er Daði hafi ort til heimilismanna sinna og hafi Jón heyrt hann og þá ort Kórbrag.
1.
Virðing það var mjög há
að vera altari hjá.
Forstaupin stór og smá
steypti eg í gómagjá.
2.
Sæmilegt var að sjá
síðklæddan prestinn þá.
Eg stóð altari hjá
og tók af skörin há.
3.
Ekkert var í þeim bar
og brenndi eg fingurnar.
Glennti eg upp granirnar,
á Grallarann söng eg þar,
4.
Introitum þar á
og Kyrie líka sá.
Söng eg þar seggjum hjá,
súreygur var eg þá.
5.
Þá Kyrie kom í hljóm
knálega herti róm.
Tungan var treg og tóm,
tolldi hún við minn góm.
6.
Gapti eg við Gloríá,
glennti upp augnaskjá,
naumlega nótur sá,
nokkuð hás var eg þá.
7.
Við Hallelúja eg hrein
sem hefði eg uppí mér stein,
röddin við tannatein
titraði í dándisvein.
8.
Seqentian var súr,
sú þótti mér nokkuð klúr.
Af augum hraut skemmdarskúr,
eg skældi mig þar út úr.
9.
Eg söng þar eins og Bel,
aftur sitjandi stél.
Af augum hraut eisa og él,
uppblásinn varð sem Hel.
10.
Í Credo eg kunni ei par,
komst þó á lagið þar.
Ótt mig svo áfram bar,
upp gengu tennurnar.
11.
Hljóðmátt eg háan bar,
heyrði glöggt til mín þar,
uppblásinn allur var,
afskræmdust varirnar.
12.
Eg sagði óbljúgíer
upp þá presturinn fer:
„Í stólinn inn í þér“,
því eg kunni að skikka mér.
13.
Þá prestur í stólinn sté,
strax fór eg út og mé.
Allt fólkið óð í hné
og eitt sveinbarn drukknaðe.
14.
Umbylti eg augnastein,
ekki varð röddin hrein,
í tanngarðinn tíðum skein,
titraði hold og bein.
15.
Við Dominum vobiscum
datt eg, það var ei skrum.
Með hræðslu og handafum,
hélt eg að eyrunum.
16.
Höklabör hélt eg þann
hart nær því vitlausan,
orðskvið ei þekkti þann,
því í tvær sveitir rann.
17.
Hélt eg að galdragrein,
gátan sú væri hrein.
Með trega og táravein
titraði eg mjög og hrein.
18.
Eg söng Intróítum
af öllum lífskröftunum
og endaði á Exítum
með uppflentum kjaftinum.
19.
Úr því hófst ekkert mas,
eins blómlegur sem gras,
með benríkt brandaþras,
bænina síðan las.
20.
Frá synd og dauða senn,
með sorgarböndin tvenn,
á góssi og æru enn
eg bað Guð vernda menn.
21.
Eg sagði á endanum
amen í kórdyrum,
hryðjum með hóstanum
hrækti eg úr kverkunum.
22.
Út eg gekk þar efter,
allir þökkuðu mér,
hneigðu sín höfuð ber,
hérmeð knéluðu mér.
23.
Þá eg kom kirkju úr
kerlingahópur trúr
um mig stóð eins og múr,
úthelltu bænaskúr.
24.
Setti eg sermon þann
sérhver af skyldi mann
heiðra vel hreppstjórann,
hann sem landslögin kann.
25.
Eg sat þar út öll jól,
á ermabættum kjól,
heyrðist mitt gaul og gól
gegnum hann Tindastól.
26.
Eg kvaddi allt fólkeð
æru og respekt með,
þeim öllum þakka réð,
þýðlegt kompagníeð.
27.
Svo kvaddi eg síst með spé,
sæll domine verande,
á brúnan blakkinn sté.
Bonus vesper sagde.
28.
Eitt vers söng öll fylking,
eg sneri með virðing
hesti þrisvar í hring
og hattinum allt í kring.
29.
Svo reið eg seint frá drótt
þá sortna tók af nótt.
Heim kom eg harla fljótt
því hesturinn fór svo ótt.
30.
Eg gaf Anta-Christum,
eg gaf pápistum,
nálega nauðstöddum
nesjanna búendum.
31.
Sá Michol forðum fékk
fyrstan í brúðarbekk,
eins nafn mitt inni eg rekk
orðin svo falli þekk.
32.
Duliceraði eg dreng,
dýran minn mærðarstreng.
Eg brýt nú Boðnarfeng,
bind eg svo raddarþveng.