Kvæði af Sigmundi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Sigmundi

Fyrsta ljóðlína:Sigmundur fyrir austan fold
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Sigmundur fyrir austan fold
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

2.
Austan fold
hann vissi ei æðra mann á mold.
Sigmundur talar við móður þá:
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

3.
Móður þá:
„Hvar skal eg mér brúðar fá?“
„Valgarður á sér dætur þrjár,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

4.
Dætur þrjár.
Einnrar máttu vilja fá.“
Heiman bjuggust riddarar tólf,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

5.
Riddarar tólf,
stigu þeir inn á hallar gólf.
„Sitji þér heilir, Valgarð minn,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

6.
Valgarð minn.
Giftu mér unga dóttur þín.“
„Ég á ei dætur fleiri en þrjár,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

7.
Fleiri en þrjár.
Má eg á öngri sorgir sjá.“
Hún er sig hvorki fögur né fríð,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

8.
Fögur né fríð.
„Giftu mér unga Ingiríði.“
Sigmundur ristir rúnatré,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

9.
Rúnatré.
Kastar hann kefli í frúinnar hné.
Mærin kallar miðja nátt,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

10.
Miðja nátt.
Hún biður að drekka einka hátt.
Sigmundur gjörði annan þykk,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

11.
Annan þykk.
Kastar hann kefli í frúinnar drykk.
Hún gekk sig í svínahús,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

12.
Svínahús.
Þar er sú gylta á drykk er fús.
Gyltan sig til skipanna rann,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

13.
Skipanna rann.
Sigmunds frá eg hún hvílu fann.
Það er ekki svína siður
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

14.
Svína siður,
að gyltan fari undir fötin niður.
Hann hjó af henni höfuð og fætur
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

15.
Höfuð og fætur.
So gengur hún um allar nætur.
Hún gekk sig með flæða rein,
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

16.
Flæða rein.
Öllum bannar hún svefninn þeim.
„Séð gat eg við rúnum þín
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

17.
Rúnum þín.
Það hafa gjört þau forlög mín.
Séð gat eg við rúnagaldur
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

18.
Rúnagaldur.
Ei af því við jukum aldur.“
Vendi eg mínu kvæði í kross
í túnum.
Enginn þeirra villir hana með rúnum.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 34–37; AM 147 8vo, bl. 16v–18r)