Pontus rímur – níunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Pontus rímur 9

Pontus rímur – níunda ríma

PONTUS RÍMUR
Bálkur:Pontus rímur
Fyrsta ljóðlína:Vekja tekur mig vísna spil
bls.90-111
Bragarháttur:Samhent – framhent (mishent)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Rímur
1.
Vekja tekur mig vísna spil;
verkin merk eg birta vil;
Hómerus, kom og hjálpa til,
hér so verði á rímu skil.
2.
Menendur, þéna mér nú brátt,
so megi eg segja níunda hátt;
Euripides, heyr og fjölga fátt,
fljóði rjóðu gjörðú kátt.
3.
Nú skal, jungfrú, níunda birt;
nýtri býtist kvæði stirt;
meyju teygi eg Viðrix virt;
veri þér nú angri firrt.
4.
Varman farm með vísna feng
veiti eg sveitum, Óðins spreng,
að flétta réttan stefja streng,
stundum bundinn ljóða þveng.
5.
Bjóða þjóðum skýran skal,
skorðuð orð með stuðlað hjal;
grunns er munns míns vísna val;
virt mun stirt af Skáldu tal.
6.
Vera hver mun hljóta hér
halur að tali frjáls fyrir mér;
hrósun kjósa sjálfir sér;
það sannast manna orðtak er.
7.
Læt eg bætat lýði þá
lýti ónýt, sem finnast á;
skýri eg dýrum fyrst í frá,
er fella að vella dauðan ná.
8.
Sjáum á, hver styrjöld stríð
stóð með þjóðum nokkra hríð;
kvik þeim þykja skunda skíð;
skein hinn hreini máni um síð.
9.
Heiðnum greið að skömmin skall;
skaðinn að þeim bjó til fall;
hátt um nátt að hornið gall;
hjartað svart af reiði svall.
10.
Síðan ríða óvart á
öld í tjöldum heiðin lá;
hlaut hún brautir Heljar gá;
hrönn af mönnum deyddist þá.
11.
Skunda undan hér og hvar,
hræðslu æðslum bundið var;
höggin döggva hauðrið þar;
hlífir lífi ekki par.
12.
Vargar margir vígið sjá,
valurinn svalast blóði á,
ylgur fylgir föllnum ná,
flykkjast þykkvum ernir þá.
13.
Hrafn að tafni skundar skjótt,
skeiða veiðum gjörir að fljótt;
birnir girnast greitt um nótt
gráð með bráði slökkva ótt.
14.
Glaðél vaða greitt til fals,
gjörir hjörinn endir tals,
gljúfur rjúfa sónar sals,
safna jafnan köstum vals.
15.
Þöktu nöktum virðum völl;
veitir sveitin heiðnum föll;
hræddi mædda grimmdar göll;
gleðin réð þeim hverfa öll.
16.
Daginn fagran fyrðar sjá
fjöldi hölda dauður lá;
klæðist af æði Códrus þá,
kallar alla heiðna á.
17.
Gól með sólu hornið hátt,
hernum gjörir að fylkja brátt;
síðan stríða af mestum mátt;
móti spjótum stendur fátt.
18.
Felldan héldu þriðjung þar;
þjóðin móð á hestum var,
beitir hneiti, skjöldu skar,
skeiðar greiðar fram á mar.
19.
Merkið sterkur milding tók,
mörgum örg að hjörtun jók;
Códrus hjó og skaftið skók,
skein í mein, til Heljar ók.
20.
Próilus sló í kappa krans,
kveikir leik að nýju dans;
frækinn sækir frændi hans;
fjöldi hölda verður stanz.
21.
Til að viljum víkja á verk,
er vinna svinnir kristnu sterk;
víða svíður sollinn Serk;
sára báru heiðnir kverk.
22.
Ótal spjóti Andri skaut,
alla snjallur fylking braut;
dauðans nauð hvör hreppa hlaut,
hann er fann, sá missti skraut.
23.
Guðfreyr keyrir hestinn hratt,
hann vel kann að leika glatt;
margur kargur í dauðann datt;
dreyra seyra úr undum spratt.
24.
Verkin sterk að Vilhjálm vann,
veitir sveitum dauðann hann;
beita hneiti kappinn kann;
kallast valla frægri mann.
25.
Vernarð ber á báðar hendur,
í blóði rjóðar, tíðum kenndur;
drengja mengi dapurt stendur;
í dauðans nauð er margur sendur.
26.
Hestinn bezta búinn með skraut
barður varð að missa í þraut;
ganga langa hríð hann hlaut,
hneigir, sveigir, pílum skaut.
27.
Áður náði Andri sjá
örva bör var fæti á;
hestinn bezta honum réð fá,
hratt hann spratt í söðulinn þá.
28.
Fram að rammir friðþjófs menn
fara snarast allir senn;
hvítar rýta tyrfings tenn,
trú eg kljúfi margur þrenn.
29.
Ormur formi frá að skreið,
fer hann gjörva spjóta leið;
mun að brunni gata greið,
granir í bana sveita reið.
30.
Fyrða hirð við fleina brak
féll á velli aftur á bak;
drengir fengu bana blak;
bauð þeim dauðinn heimatak.
31.
Tók ei klóka tunga áls
trauð í nauðum seint til máls,
dæmda flæmdi fyrir sinn háls
för í snöru dauðans sjálfs.
32.
Hlakka rakkar heyrðan gný,
hildur gild að byrjast ný,
drífur fífu skúr sem ský,
skella, hrella landsins bý.
33.
Vilhjálm þiljur Hrumnings hjó,
hjörinn fjörinu keypti ró,
sundrast und, en fleinninn fló,
fjöðrin nöðru gegnum smó.
34.
Gengur mengi Guðfreyr meður,
gegnum þegna fylking veður,
hræjum frægi fugla seður,
fljótt af ótta kristna gleður.
35.
Heiðnir seiða spjóta spjall,
spjátrað gátu í dauðans hall;
dreyra heyrðist fossa fall;
í fjöllum gjölla ópið skall.
36.
Skeiðar reiður, þrútna þel,
þengil drengja, sem eg tel;
kvikir dika kóngs í hel,
kristnir lista börðust vel.
37.
Ferðin gerði að fella í nauð,
framan gram af hesti snauð;
tiggja liggur röstin rauð
reit með sveit af mönnum dauð.
38.
Heiðnir reiða hlífar grönd,
hilmir vilja missi önd,
kvikir þykja, líf og lönd
leiðir veiða sér í hönd.
39.
Næsta stæst er fótum fár,
fengið engin hafði sár;
hundrað mundi hafa ár,
hann var mann af elli grár.
40.
Þetta frétti kóngsson kær,
kemur hann skemmra þessu nær,
snögg gaf högg á hendur tvær,
heiðnum greiðan dauðann fær.
41.
Pontus vont lið hart að hjó,
hauðrið dauðum sáðist þó;
hranna fannir í driftir dró,
drákons hlákan vætti skó.
42.
Fljótt er dróttin fleinum börð;
feigum ei er grimmdin spörð;
hníga vígs fyrir hringa Njörð
hausalausir bolar á jörð.
43.
Prúðum flúði Ponto frá,
prís að vísu hreppti sá,
stað kom að þar stillir lá;
stóðu móðir greifar hjá.
44.
Þeir voru tveir í laufa lest
lífi hlífa kóngsins bezt,
fríðan síðan finna hest;
fengið þengill hafði brest.
45.
Sundur er undinn armur hans;
illa vill til stýrir lands;
fluttu stutt úr fleina krans;
farið var megn þess gamla manns.
46.
Heiðnir reiða Rögnirs tenn,
ráku af fákum kristna menn;
tíu að vígi sóttu senn;
sér það gjörla Pontus enn.
47.
Herrum snerra horfðist lítt;
hrynja brynjur sunudr vítt;
heiðnum leiðum lætur blítt,
ljótir spjótum sóttu strítt.
48.
Úr benjum grenjar fylvings flóð;
féll á velli kristin þjóð;
á víga stígum Vernarð stóð,
varðist harður af grimmum móð.
49.
Dauðans nauð var halnum hjá,
horfðist morð fyrir augum þá,
kallar snjallur kóngsson á,
kappi stappar hvörn sem má:
50.
„Það mun ráð um þetta bil
þegnum vegni nokkur skil;
hríð er stríð, ef stendur spil;
styrkjum Tyrki dauða til.“
51.
Geystan þeysti heiftin heit,
heiðna reiður fylking sleit;
styggðist hryggð, þá lýði leit
liggja tiggjans dauða sveit.
52.
Undrum sundrast fylking frá;
fljótt komst dróttin hesta á;
fjöldi hölda fallinn lá;
frakkir hlakka kristnir þá.
53.
Kalla fall að Códrus leit
krjúpa djúpan Heljar reit;
æðin skæð að brjóstið beit;
bugaði hugur kóngsins sveit.
54.
Klén á enni kóngur þar
kórónu stóra á höfði bar,
af hreinum steina hjálmi var,
hann er mann til víga snar.
55.
Lög með slögum lýðum gaf,
ljómar sóma kóngsins af;
prýðin skrýðir stála staf,
stakk á blakki menn á kaf.
56.
Vilhjálm skilur við vænan hest,
vegur nú þegar allra mest;
þá honum frá að flúði flest,
fengu drengir launin vest.
57.
Fríðir ríða hans frændur tveir,
flóttann skjótt að auka þeir,
ofsi griðrofs eykst þess meir,
ýtum býta högg af geir.
58.
Klauf með laufa Carpadón,
kristnir misstu lönd og frón,
hlíf sem líf og hrepptu tjón,
Hildar gildan auka són.
59.
Próílus hjó á hendur tvær,
hvað sem að honum kemur nær;
óttinn sótti þjóðir þær;
þrenna menn í höggi slær.
60.
Renndi bendir fífu fleygs
fram að gamni bitla smeygs;
nísti kristna vopnin veigs;
vitur situr á stóli kleyks.
61.
Andri granda öflgan sér
illa spilla kristnum her,
manni hann í móti fer,
mund af lundi fleina sker.
62.
Hvekkinn þekkist Heljar boð,
af hjóli Próílus steypti goð;
vestum brestur veita stoð
viljann til í fleina roð.
63.
Herlant sér, að Carpadón kann
kljúfa og rjúfa heila rann;
fyrstur býst hinn frægi mann
finna svinnur vilja hann.
64.
Reiður að heiðnum skafti skaut
skjaldar Baldur ekki naut,
lund af fundi lífið þraut,
langan gang úr söðli hraut.
65.
Gramur framur, gildur skeið
gegnum þegna fylking reið;
öllum snjöll varð útför greið,
er hans verju höggva beið.
66.
Códrus hjó þá kristna menn,
klýfur hlífar allar senn;
allt er valt við endann enn,
ævin hæf, er verður tvenn.
67.
Vekur þrekinn vopna skúr,
í verki sterkur eins og múr,
argan varg að oddi trúr
öðling söðli stingur úr.
68.
Hans af vanza brotna bein;
bót á móti verður sein;
sveinninn einn með grimmdar grein
geystur þeysti að vinna mein.
69.
Gríður stríð með grátna kinn
gekk hjá rekk að bergi inn,
stríðs í bý nam stöðvast stinn,
strylla fyllir munninn sinn.
70.
Códrus dó við kappans högg;
kæti bætist mörgum snögg;
ljósir hrósa lýðir rögg;
linnir stinnri örva dögg.
71.
Úðum flúðu allir braut,
undan skunda vildu þraut;
flest af hestum falla hlaut;
friðar biðja enginn naut.
72.
Græn að spænist fold sem fjög,
flýðu þýðin illsku rög;
hauður rauðum litaðist lög,
leyfir hreyfa öngan sög.
73.
Ótt nam flóttann elta þá;
allir falla heiðnir frá;
virða hirð um völlu lá,
vigra sigri hrósa má.
74.
Plagaði fagur Pontus hvekk
með prís að vísu heiðnum rekk,
orma storm að stilltan fékk;
styrjar byr að óskum gekk.
75.
Ærið kæri eg orðbragð ljótt,
uggi eg stuggi þar við drótt;
kvæðin mæða skáldin fljótt;
skal því tali hætta ótt.
76.
Óðinn fljóðið eignast má,
ungri sunginn verði sá;
að vetri betri víst skal tjá,
víf, ef lífi held eg þá.
77.
Þetta af fréttum þiggja skalt,
þessu vessi í minni halt;
hrörnar kvörnum hróðrar malt,
hjalið mala að sinni allt.
78.
Illa snilli orða fer;
endir lendi rímu hér;
horna þornar hróðrar ver;
hverfur erfi Gillings mér.