Veðrahjálmur - Ortur 1784 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Veðrahjálmur - Ortur 1784

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú jökull, sem jörðu hylur
bls.63–75
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1784

Skýringar

„Ortur 1784“
1.
Ó, þú jökull, sem jörðu hylur,
og jafnan harðnar meir og meir,
þú, sem frá lífi skepnur skilur
og skeytir engu hvað sem deyr,
þú hrindir öllu hels í kaf.
Hefurðu nokkurt gagn þar af?
2.
Ó, þú nákaldi norðanvindur,
sem næðir gegn um jörð og hús,
þú hristir allar heimsins grindur;
hvað mjög ert þú til reiði fús.
Pú dregur harðan heljar-plóg.
Hefurðu aldrei fengið nóg?
3.
Ó, þú fárlega frostið stríða,
sem færir allt í dauðans hyl.
Hvað ljær þú mörgum kindum kvíða
og kvelur flest, sem nú er til.
Ætlarðu að verða eilíft þá
og aldrei að linna héðan í frá?
4.
Ó, þér snjókyngja feikna fannir,
færið þér nokkurn ávöxt hér,
þótt þér skepnunum bjargir bannið
og byrgið allar graslautir?
Þér sendið flest í hryggðarhaf.
Hafið þér nokkurt gagn þar af?
5.
Ó, þú hafís, sem hylur strauma,
hringlagður kring um þetta land,
veðráttan kemur af bér auma,
eykur þú kvíða, mein og grand.
Ö, að þú værir allur burt,
svo enginn fengi til þín spurt.
6.
Ó, eldur, þú, sem byggðir brennir,
bálheitur æðir eins og ljón,
hvað margur af þér kvíða kennir,
klungri þú dreifðir vítt um frón.
Nær viltu láta loga þín
linna og hætta að auka pín?
7.
Ó, þér hin hvítu bokuskýin,
þér gefið eigi regn á jörð.
Því grær ei frón né þiðna dýin?
Því ganga svona veðrin hörð?
Hví viljið inni halda þið
hreinu vatni, sem um ég bið?
8.
Ó, þér plánetur himinhávar,
hvað frostið lengi vara skal?
Viljið þér enn til rauna ráfa
og rýra hlýjan veðrasal?
Skal aldrei sumarveðrið vært
verða á milli bæja fært?
9.
Ó, þú bláa hvolf himinsjaðra,
hvað lengi frostið geymir þú?
Skal ei vorgola vindsins fjaðra
vortímann kominn lífga nú?
Hvort fæst ei framar hláka úr þér?
Hvar núna sumarveðrið er?
10.
Ó, þér tólf himins teiknin fríðu,
tjáir nú ekki að biðja um gott?
Játið þér engri bata-blíðu?
Blómgast ei jörðin, fæst ei vott?
Eruð þið öll af stáli steypt,
stríðandi oss með grimdarheift?
11.
Ó, þér óspektir loftsins láða,
leiðist þér ei til rósemdar?
Megnið þér ekki regni að ráða?
Rasið þér oss til skaðsemdar?
Er ykkur skemmtun í því gjörð,
að aldrei linni veðrin hörð?
12.
Ó, þú, festingarflokkur glæsti,
fegurstu stjörnur himni á,
nú vefst um ykkur vindur hæsti,
viljið þið ekki bata spá?
Skal ei sumarsins sæla tíð
sigrandi gleðja Íslands lýð?
13.
Ó, þú, tunglið, sem teiknum ræður,
teiknar þú ennþá grimmd og snjó?
Hvort skal nú kuldinn kosta-skæður
kunna, að fortæra jörð og sjó?
Á oss að bannast beiskum af
bjargir allar um jörð og haf?
14.
Ó, Guð, sem þessu öllu stýrir, [!]
sýn þig skínandi holdi þá.
Nær viltu svellin þykku þíða
og þenna harða vetrarsnjá?
Nær á að vermast loft og láð,
leysa upp gadd, að vaxi sáð?
15.
Ó, Guð, sem öllu þessu stýrir, [!]
almættisveran himnum á,
hvað eru bínir dómar dýrir,
dásamleg verkin, stjórnin há,
náðin hugsæt, en hefndin þétt,
hjálpin óbrigðul, spekin rétt.
16.
Til þín, eilífa kærleikskelda,
kvökum vér fyrir Jesú deyð.
Sjáðu oss, særða, hrygga og hrelda,
hjálpaðu nú í vorri neyð.
Forláttu gerða glæpina,
Guð, fyrir Jesú blóðdreyra.
17.
Eilífa gæskan, að því gáðu,
aumstaddir til þín hrópum vér,
hversu að eymdir særa sjáðu,
sorg og andstreymi brjóstið sker.
bví höfuðskepnan hver og ein
hyggur oss nú að gera mein.
18.
Heyrir þú ekki, Guð, vér grátum,
geturðu ekki hjálpað oss?
Forlíkan synda fram vér látum,
frelsarans Jesú deyð á kross.
Láttu þitt eyra opið því
oss að bænheyra, Guð, á ný.
19.
Þín dýrð er ekki, Drottinn, meiri,
þó deyðir oss með bræði þín.
Eg veit að hrasað hafa fleiri,
sem hreppa ekki slíka pín.
Æ, því viltu oss ofsækja,
Ísraels kóngur, hálfdauða?
20.
Sjá þú gaddinn, sem geymir jörðu,
og grasið byrgir altstaðar;
álíttu svellin hörku hörðu,
hversu að þekja grundirnar.
Láttu þau minnka, Drottinn dýr,
dáviðrin gef oss væg og hýr.
21.
Norðan beljandi vindar vaga,
vor Guð, hastaðu nú þar á.
Gefðu oss sæla sumardaga,
svo að vér gleði mættum fá,
og lognið eftir afstaðnar
ofviðris-storma tíðirnar.
22.
Frostið, sem mjög úr máta amar,
mönnum er varla úti fært.
Linaðu, Guð, þær raunir ramar,
rósamt hlýviðrið send oss vært.
Skýl oss með þínum fjötrum fús,
frelsarinn góði, sæll Jesús.
23.
Fannir, sem byrgja fold og hæðir,
faðir blessaður, minnka þú.
Burt taktu alt, sem auma hræðir,
augliti þínu til vor snú.
Jörðina blessi öllum oss
útrunnið blóð af Jesú kross.
24.
Hafísinn, sem við landið liggur,
leið þú í burtu, Drottinn minn.
Hjálpari vert þú dáða dyggur,
drag þú ei undan kraftinn binn.
Blóðfaðmur þinn, sem býður náð,
breiðist út yfir Ísaláð.
25.
Jarðeldi þeim, sem brennir bygðir,
bjóð þú að storkni, ó, Jesú.
Seg þú við hann, sem hverskyns hryggðir:
hingað er leyft að komist þú,
en ekki lengra ferðu fet,
fyrir þig það ég takmark set.
26.
Hvítum skýjum, er förum flýta,
feyk þú í burt með krafti þín.
Regnbogann fagra lát oss líta,
lina þráviðris harða pín.
Minnstu á sjálfs þín sáttmáls tal:
sumarið aldrei linna skal.
27.
Merkin himinsins miklu, Drottinn,
er mönnum boða jafnan kalt,
álíttu sjálfs þín veldisvottinn;
víst er það, Guð, þú megnar allt.
Mýki þig því til miskunnar
merki vors Jesú blóð-undar.
28.
Öspektir loftsins einnig sjáðu,
ofkaldar boða veðrið skírt.
Þær til blíðviðris greiða gáðu,
gæskunnar ráð þitt lát oss birt.
Ásýnd þín, Jesús, ætíð sé
yfir oss náðug skínandi.
29.
Loftið álíttu, Drottinn dýri,
drag þú þess grimmd í burtu nú.
Þinn máttarandi hjálparhýri
hugsvali okkar veiku trú.
Almættishöndin eilíf þín
auki vort þol í neyð og pín.
30.
Plánetur þær, sem boða bræði,
og bruna-kulda tákna hér,
verm þú, ó Guð, og bata bæði,
svo blíðu veðrin fáum vér.
Þú Jakobsstjarnan, Jesús kær,
jafnan í miskunn vert oss nær.
31.
Stjörnur, sem leiftra vinds af völdum,
vor Guð, hastaðu nú þær á;
sjá til vér ekki glæpa gjöldum,
grátmæddir fyrst þig hrópum á.
Vor leiðarstjarna þitt orð því
þessum táradal veri í.
32.
Tunglið láttu oss boða blíðu,
blessaður Guð, því nú er mál
að hrinda burtu hörmung stríðu,
huggaðu bæði líf og sál.
Auglitið þitt sé ætíð rótt
yfir skínandi dag og nótt.
33.
Sólu himinsins heitt lát skína,
herra Jesús, svo bráðni snjór;
gef þú að veðrið hljóti að hlýna
og hitinn sumars verði stór,
og vorar sálir veki hress
varminn af sólu réttlætis.
34.
Ég bið þig, Guð, í einu orði,
öllu stýrðu til bata nú;
verndin þín blessuð fári forði
fyrír það runna blóð Jesú.
Æ, sjáðu hann, sem hékk á kross,
hrakinn í deyð til líknar oss.
35.
Ó, kuldi, vindur, frost og fannir,
farið í burtu nú í stað.
Drottinn vill ykkar eymda annir
aftaka, því hann segir það.
Þið hafið lengi varað vel
vetur þennan og bruggað hel.
36.
Far burtu, hafís, eldur, jökull,
allur kuldi og veðraþrá,
burtu fjallanna bitri hökull,
burtu sérhvað, er hryggja má.
Drottinn vill sefa dauða og stríð,
Drottinn vill gefa betri tíð.
37.
Kom þú, sumarið þæga og þýða,
þinnar til blíðu köllum vér.
Kom þú vordaga veðrið fríða,
og vökvandi skúradroparnir.
Komið þið, blessuð grösin græn,
grói svo tún og engi væn.
38.
Komið bið, sumarfuglar fríðir,
fagnandi með oss syngið lof.
Berast að höndum betri tíðir,
börmum oss eigi því um of.
Býsnað hefur til batnaðar;
bendir oss Guð til vareygðar.
39.
Til bín, himnanna kóngur kæri,
kvaka því fuglar, menn og dýr.
Elskan þín blíð oss endurnæri,
eilíf réttlætis sólin skýr.
Skíni nú geisla glansinn þinn
glóandi í vor hjörtu inn.
40.
Gefðu oss sumar gott, minn Jesús,
gefðu oss blessun nótt og dag.
Blóðdropar þínir, blíði Jesús,
bæta vorn lífs og sálarhag.
Vertu, Jesús, vor sumarsól,
svölun, handleiðsla, styrkur, skjól.
41.
Þínir blóðlækir, titring, tárin,
tregi, slög, fjötur, spott og háð,
húðstroka, þyrnir, sviði, sárin,
særing, krossnaglar, kvölin bráð,
sé bað vor blessuð sumargjöf
með sjálfs þíns dauðahjúp og gröf.
42.
Undir væng þínum skýl oss skelfdum
skúrirnar þegar dynja hér.
Blíðum almættis armi efldum
umfaðma vora sál að þér,
svo líf og sálin laus við pín
liggi á móðurbrjóstum þín.
43.
Blessaðu oss af sjó og sandi,
sviftu í burtu hungursneyð,
blessaðu oss af lög og landi,
lofti, skepnum, svo daglegt brauð
megum vér öðlast sérhvert sinn,
sælasti guðdómskrafturinn.
44.
Blíðasti Jesús björg oss sendi,
blessaðu þenna Norðurárdal.
Bræði og straffi burtu vendi
bænin vor, til þín hrópa skal.
Vertu hjá oss, þá kemur kvöld,
kvittaðu oss við syndagjöld.
45.
Vér sleppum þér ei, vor dáðadýri
Drottinn, fyr en oss blessar nú.
Þíns föður reiði stilli og stýri
straumar blóðsins, er útgafst þú.
Æ fyrir þína kvöl á kross
kom þú, Jesú, til hjálpar oss.
46.
Hvert eitt mannsbarn og bæi alla
blessi oss Guð í þessum reit.
Láttu oss ekki frá þér falla,
frelsaðu þessa aumu sveit.
Sóknirnar allar eg svo fel
undir þitt blessað gæskuþel.
47.
Þar er eilífðar yndishagur,
ununar vegsemd, gleðihrós,
blessunar-fagur dýrðar-dagur,
dásemdin, gleðin, sælan, Ijós,
alþurkuð tárin, enduð pín,
illviðrin burt, því sólin skín.
48.
Jesús með okkur ég bið veri,
Jesús oss blessi nótt og dag,
Jesús á höndum jafnan beri,
Jesús bæti vorn raunahag,
Jesús oss fylgi um jarðar leið,
Jesús oss geymi í lífi og deyð.
49.
Meðan í raunum heimsins hjörum,
herra, gef þú oss lifa þér,
svo að deyjandi fúsir förum
í faðm Abrahams blessaðir,
og megum skína svo sem sól
sjálfs þín hátignar fyrir stól.
50.
Kom, herra Jesús, tak oss tvista
til þín nær, ef þér virðist mál,
svo að vér mættum glaðir gista
Guðs húsi í og dýrðarsal;
dýrka í ríki þínu þar
þig um eilífar tíðirnar.
51.
Út er nú þessi saminn sálmur,
sá er hann lærir, missi kífs.
Vil ég hann heiti Veðrahjálmur,
verði hann oss til gleði-lífs.
Í sumargjöf hann sendur er
sóknarbörnunum mínum hér.
52.
Lofi þig, Drottinn, haf og heimur,
himinn, loft, jörðin, stjörnur, sól,
fjöllin, sléttlendið, grundir, geimur,
grösin, steinar og vindahjól,
dýrin, fuglar og fiskarnir,
fríðir englar og mennirnir.