Klár Lútheri fræðin fróðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Klár Lútheri fræðin fróðir

Fyrsta ljóðlína:Klár Lútheri fræðin fróðir
bls.64–65
Viðm.ártal:≈ 1650–1675

Skýringar

Í útgáfunni er Sálmurinn tekinn eftir Andlegir sálmar og kvæði (Hallgrímskveri) 1770, bls. 180–181, og er þeim texta algerlega fylgt hér.
Söngvísa um Katekism: Luth:
1.
Klár Lútheri fræðin fróðir
finna kunna menn hér sett á íslenskt mál.
Lesið, prísið, lýðir góðir,
lærið, heyrið, gjörið rétt og seðjið sál.
Ljúfra gjafa njótið, neytið,
náðartíðir kannist við.
Drottins lítilátir leitið,
lotning veitið.
Biðjið Guð um góðan frið.
2.
Bæði meður munni og penna
mest á síðsta aldar köldum tíma og stað
menn vel svinnir kunna kenna;
koma heimi skyldug gjöld ef forsmár það.
Orðið dýrðar dáðum prýðum,
dyggvar leggjum þakkir mót
þeim er sómasæðum fríðum
sáðu tíðum.
Sprettur gott af góðri rót.