Hjálpa oss, Guð, í heimsins vist | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hjálpa oss, Guð, í heimsins vist

Fyrsta ljóðlína:Hjálpa oss, Guð, í heimsins vist
bls.36–38
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir kveri í JS 272 4to I, bl. 181v–182r)
Annar P[s]almur Ejusde: Auct: [þ.e. Hallgrímur Pétursson]
Tón: Halt oss, Guð, við þitt hreina orð
1.
Hjálpa oss, Guð, í heimsins vist,
hjálpa oss, Guð, fyrir Jesúm Krist,
hjálpi oss, Guð, að heiðra sig,
hjálpa oss, Guð, að trúa á þig.
2.
Hjálpa oss, Guð, í heilsu og sótt,
hjálpa oss, Guð, á degi og nótt,
hjálpi oss, Guð, á hvörri stund,
hjálpi oss, Guð, við dauðans fund.
3.
Hjálpi oss, Guð, þá gengur lítt,
hjálpi oss, Guð, þá fellur blítt,
hjálpi oss, Guð, um helgan auð,
hjálpi oss, Guð, um daglegt brauð.
4.
Hjálpi oss, Guð, um hjartað hreint,
hjálpa oss, Guð, minn ljóst og leynt,
hjálpi oss, Guð, við hryggðar kíf,
hjálpi oss, Guð, við eilíft líf.
5.
Hjálpi oss, Guð, sem hjálpa má,
hjálpi oss, Jesús, djöfli frá,
hjálpi oss, Guð, svo helgumst vær,
hjálpin drottins sé yfir oss kær.
Amen.