Feigur Fallandason | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Feigur Fallandason

Fyrsta ljóðlína:Mér er orðið stirt um stef
bls.39
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Fyrirvari:Finna þarf frumheimild. Er ekki í ritsafni Hjálmars
1.
Mér er orðið stirt um stef
og stílvopn laust í höndum,
í langnættinu lítið sef,
ljós í myrkri ekkert hef,
kaldur titra, krepptur gigtar böndum.
2.
Húmar að mitt hinsta kvöld,
horfi eg fram á veginn.
Gröfin móti gapir köld,
gref ég á minn vonarskjöld
rúnir þær, sem ráðast hinum megin.