Brávallarímur – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 3

Brávallarímur – þriðja ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Vindálfs gjöldin koma á kvöldin
bls.17–25
Bragarháttur:Langhent – hringhent – oddhent
Bragarháttur:Langhent – sextánmælt – aldýrt
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

Þriðja ríma
Langhend oddhend
Síðasta vísan er aldýr.
1.
Vindálfs gjöldin koma á kvöldin,
kviknar öldin, svefninn flýr.
Leifturs Skjöldinn ljóðafjöldinn
lífs og völdin gleðja órýr.
2.
Eg kann eigi, satt frá segi,
Suðra fleyi stýra þó
þiggja megi á þessum degi
Þundar feginn skála sjó.
3.
Sigtýrs horna marga morgna
minnið forna kætir saft,
kvæða nornar eðlið ornar
ekki þorna lætur kraft.
4.
Margir kunna randa runnar
Rögnirs þunna blanda vín,
má þeim unna menja sunna,
máls við brunna yndið skín.
5.
Því mun vilja varmans hylja
veitir skilja á við mig
kvæðin þylja, Bestlu bylja
bagar kylja ýmislig.
6.
Fólki hýra um foldar svíra
fundinn skýra braginn kann.
Má so týra, meiðir ýra,
mín aldýra langhendan.
7.
Hvatmóðs skála Baldur bála
ból við ála mér fagnar,
því formála ber sig brjála
björkin nála orðsnilldar.
***
8.
Efnið lætur gefa að gætur
glatast þrætur, fagnar seim
Helgi mætur mjög ágætur,
marinn grætur, siglir heim.
9.
Álfar kransa utan vansa
ekki stansar, hverfa mein,
voðir dansa, gnoðir glansa,
gylltra fansa ljósið skein.
10.
Hræreks fýlu gustur grýlu
geðs í býlum snarpur var,
með reiðipílu hugar hvílu
hafði skýlu ódyggðar.
11.
Drottning fagnar röðuls ragna
runni, bragna stýrir þeim,
vann so gagna veislu magna
vignirs sagna lindin beim.
12.
Helga órýra hjarta dýra
hljótum skýra einna mest,
sorgin hlýra sinnu mýra
sveigir ýra þótti verst.
13.
Laus við smjaður ljúfsinnaður
lista hraður þá til sanns:
„Vertu glaður, maktar maður“,
mælti óstaður fleygir brands.
14.
Talar síðan höggvörðs hlíða
hari, þýða mál var lént:
„Við skulum ríða, runnur skíða,
rétt í blíða turniment“.
15.
Hræreks andi heiftar grandi
hlóðst, skjálfandi þrífur málm,
gerð þegjandi bjóst og brandi,
bar á landið svarðar hjálm.
16.
Spjót óblíður sitt ei síður,
sér nú lýður tekur hann,
út so ríður orkustríður,
orrustu Gríður fagna vann.
17.
Sérhvör drengur so til gengur.
Sjá! burtstengur höfðu þeir.
Foldar rengur teygðu tengur,
tauma strengur reynist meir.
18.
Nú Hrærekur nauða frekur
nýtt að skekur Helga spjót,
gegnum rekur síðan sekur,
saftin lekur æða fljót.
19.
Féll so dauður darra Hauður
dreyrarauður gýmu á,
eins og sauður andarsnauður,
úlfurinn blauður drekka má.
20.
So má kalla, undrar alla,
um það spjalla Hrærek við,
að lét þann falla, er forðast galla,
frægðar snjalla góðmennið.
21.
Sakir mestar sagði flestar
sókna lestar þunda við:
„Mína festa beðju besta
blekkti versta illmennið“.
22.
Lygi halda lundar skjalda
Leifa galdra tölu börs,
níðings kalda verk óvalda
vann til gjalda og missir fjörs.
23.
Mostur fjáða Menju sáða
mærings tjáða frétti ótrú,
föðurs ráða feikn ódáða
fyrri skráða grunar nú.
24.
Spáði fleira mundi og meira
meiðum geira falla til,
sem kynni heyra hjalað eyra,
höggvörðs leira vitur Bil.
25.
Dellings arfa ferðast farfa
foldin djarfa burtu rjóð
með sinn arfa þaðan þarfa
og Þundar starfa Menju um lóð.
26.
Frama greiðslu fór til *veiðslu
að fira beiðslu Hrærekur,
með dyggða eyðslu í ljótri leiðslu
laut að *neyðslu skjöldungur.
27.
Lýsa fremur letri semur
lóna temur sérhvörn glað,
ægis kremur ógn og lemur,
Ívar kemur sunnan að.
28.
Stengur svigna, dúkar digna,
drósa rigna Gýmis tár,
fram óð signa fjala hrygna
flóðs um lygna tekur brár.
29.
Mun því langur mastra hangur
mæði um angur kastað fá,
gleypti óstrangur geirhvals vangur
garnasvangur króka þá.
30.
Frétta náði fljótt á láði
fólks hvar áði nárungur,
þennan fjáði finna þáði
fólskubráði Hrærekur.
31.
Hábrokks fjalla Hauðurs mjalla
heyrði fallið þá Ívar,
Helga að kalla hann lést valla
hafa alla gleði þar.
32.
Níðings mesta verksins versta
vill ei fresta að hefna þá:
„Með lundu hressta laufa besta
látum flesta Hrærek sjá.
33.
Vinar hefnum, vigra stefnu
vaskir efnum fljótt í stað,
goðin nefnum, gefum refnum
greitt og hrefnum manna spað“.
34.
Þustu af breiðum ragna reiðum,
rostungs heiðum gengu frá,
héldu greiðum sára seiðum,
svalins meiðum hitnar þá.
35.
Vopnast lýður, valsins Gríður
varla bíður, ólmast þá
flokkurinn stríður, fór ei síður,
fira sníður eggin blá.
36.
Mættu leiðum morðs að veiðum
menn óreiðum Hræreki,
brugðu seiðum bens dalneyðum
blóðs á heiðum standandi.
37.
Þá Hrærekur vígin vekur
voða sekur mætti þeim,
bráin skekur benja frekur,
blóð á lekur vandar geim.
38.
Ívar kemur, orku fremur,
unn so lemur furða er á,
gróu temur, geirvang kremur,
gaman nemur öllum frá.
39.
Mági stríður mætti óblíður
margur lýður fellur, sjá!
*Blóðvölls gríður bólgin ríður,
benvargs sníður eggin þá.
40.
Ívar rauður brátt óblauður
bryntrölls hauður *skók frekur,
féll so dauður tryggða trauður
taura snauður *Hrærekur.
41.
Hér með snjallan herinn allan
hans lét falla gramur þá,
margan kallar Herteits hallar
Hrist blóðvallar rekkinn á.
42.
Frá of hauður aska Auður
óra og dauður mundi ver,
eins sem sauður unda rauður
andarsnauður landsins her.
43.
Vildi gramur, hrekkja hamur,
heilla ótamur eignast þar
burða ramur geirs við glamur
gæfusamur úlfa mar.
44.
Ofan af landi brátt með brandi
bjóst skínandi djásna Gná,
hefnd eflandi hófsnák þandi,
her ríðandi skálkum brá.
45.
Þorði ei bíða landsins lýða
linna hlíða falskur bör,
heldur skríða varð á víðan
vog hvör síðan Ívars knör.
46.
Golan kalda fleyja falda
fékk útvalda þanið hörð,
geispaði alda, Grímar skjalda
gnoðum halda að svenskri jörð.
47.
Minnist þreyða menja heiðar
mál of leiða fernings sótt,
sú gamms *hreiðra vann sér veiða
vænstu greiðar nægtir fljótt.
48.
Auðinn nota ei ráðþrota
ömdin brota fennu vals,
tungls með flota Týrum *otar,
til Reiðgota sendi hjalls.
49.
Bur Svásaðar gjörði glaða
gýmu naða mæski þá,
firrist skaða, fór so hlaða
fálka traðar saman snjá.
50.
Vék úr landi vel talandi,
var reisandi margur þó,
sem veldur brandi í besta standi,
burt fylgjandi moturs Nó.
51.
Fór Haraldur, fylvings Baldur
fenginn aldur hafði og þrótt,
hitnar gjaldur, Hlefroðs tjaldur
hans alvaldur kætir drótt.
52.
Frá Danaveldi heyrist héldi,
hrönn á skelldi, Garða til,
blóði Eldirs seglum seldi
sinn að kveldi þægan byl.
53.
Gammar húna gleðjast núna
Glens því rúna ljómar á,
strengi snúna blakar búna
búrhvals túna valan grá.
54.
Eg vil hætta, mitt ef mætta
mál innrætta *þokknast hér,
arin kætta Ása sætta,
aldrei grætta lund því ber.
55.
Góðum rjóði glóða fróða
gróður ljóða bjóði slóð
hljóða fróðleiks hróður óðar
hnjóði ei Lóðins móða fljóð.


Athugagreinar

Vísa 55: sjá 3b.
26.1 Nafnorðið „veisla“ er hér rímsins vegna skrifað „veiðsla“ og má ætla að svo hafi skáldið borið fram og sömuleiðis er í 26.4 skrifað „neyðsla“ af „nauð“ þar sem rím kallar á þann framburð.