Brávallarímur – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 4

Brávallarímur – fjórða ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Ássins blæði unda flæði
bls.26–34
Bragarháttur:Hrynjandi – skáhent – síðtáskeytt
Bragarháttur:Hrynjandi – aldýrt*
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur
1.
Ássins blæði unda flæði,
öngvar hindri myndir;
ljóða dansar verði án vansa,
vermist lyndis strindi.
2.
Býður finna bragi og inna
Baldur Óma ljóma,
vil því kvæða verði ræða
víst til sóma blóma.
3.
Minn hrynjanda mun eg vanda
merkjum orða storða,
vil ei spara verbáls hara
vistir Norðra forða.
4.
Bragi nýja finna fría
fögnuð tekur vekja,
heimskan styggða hugar byggða
héðan rekist seka.
5.
Nægðar auður heims um hauður
hittist víða blíður,
perlur dýrar móins mýrar,
margur fríður lýður.
6.
Vóru í Róma burir blóma,
birta kvæða fræði,
skáldin frömu sóma sömu,
sannar ræðan bæði.
7.
Í því standi Ísalandið
af sér gefið hefur
skáldin þýðum þægust lýðum,
þar við sefinn tefur.
8.
Þeim að sönnu síður mönnum
sit við kvæða ónæði,
kraftar flestir, máttkir, mestir
minnið gæða fræði.
9.
Sagan kallar satt frá spjalla
Sigar Óðins glóða.
Á dags morgni Atríðs hornið
eitt skal fróðum bjóða.
***
10.
Görðum réði og góins beði
Gunnur ósa ljósa,
hét Ráðbarður ræsir harður,
rekka hrós nam kjósa.
11.
Auði fagnar eflir bragna
og henni býður þýður
flest ágæti og yfirlæti
álma Víðir fríður.
12.
Þiggja náði það á láði
þrömin sunnu unnar,
hennar líka heiður slíkan
hrepptu brunnelds Gunnar.
13.
Eftir þetta allir frétta
Ívar dauðra hauður
mága tekur fjárins frekur,
féll þeim rauður auður.
14.
Biður drafnar blossa hafnar
buðlung jarðar Garða,
þótti ei saka þessu taka,
þrautir skarða harðar.
15.
Með Haralds ráði hún á láði
hilmir spenna nennir,
aðstoð vildi sköfnungs Skildi
skikka, er þennan kennir.
16.
Ívar reiddist, elsku sneyddist,
Auði rósu drósa,
sig forakta sagði þakta
sikling ljósi ósa.
17.
Liði safnar, hógværð hafnar,
hefur skeiðir breiðar,
með sér kaskur klóta askur
kempur neyðir reiðar.
18.
Hét um breiðar öllu eyða
öðling jarðir Garða,
fylkir leiða fjöri sneyða,
flísa barða harða.
19.
Tér um þarfan dögling djarfan,
drós er átti játta:
„Hann skal brenna og kvala kenna,
kemur fátt til sátta.“
20.
Segl upp vinda á Lygru linda,
lægir byrstur hristist,
stöngin sveigist, bússan beygist,
breka systur kyssti.
21.
Rak nú vindur ragna hindur,
refla vandur þandi,
að Kirjáls botnum gæfist gotnum
ganga á land með brandi..
22.
Þar við díki Ráðbarðs ríki
runnar skjalda halda,
tóku náðir þegnar þjáðir,
þagnaði kalda alda.
23.
Ivar reynist, aldinn greinist,
öðling hvílan skýlir
orrustu slyngum í lyftingu
upp á síla býli.
24.
Báls nam dreyma Hár álheima
heldur þrekinn dreka,
austan vígur ákaft flýgur
yfir um frekan breka.
25.
Sá bar farfa Fenju starfa,
fór so bríma skíma
um uppheims stræti, að því gætir
í draums grímu svíma.
26.
Birti víða, bráins hlíða
beðjan ljómar Óma,
fuglar allir fylgdu snjallir,
fögrum rómast blóma.
27.
Annan máta miðjungs hlátra
meiðir hér alls beri
ský upp dregur dyggða tregur
djúpum sér af veri.
28.
Elris fylgdi ofur trylldi
áls um grundu hundur,
eldingarnar óðum hjarna
allt sem mundi í sundur.
29.
Hlýrnir skelfur, uppheims elfur
yfir hristast byrstar,
ægirs titra, um eg rita,
allir rista kvistar.
30.
Drekinn bagast, burtu jagast,
búinn fjanda grandi,
ógnir mestar fæla flesta,
fengu standa af landi.
31.
Hverfa náði hann af láði
hér með allir snjallir
fuglar þeir sem flugu ei meir
fram að kalla á hjalli.
32.
Komu brestir býsna mestir,
brands hin fína dýna
gjörði skjálfa, æðrast álfar,
af því blína og hrína.
33.
Skipin síðan svefna óblíðan
sikling nennir kenna,
urðu að hvölum, brims á bölum
burtu senn þeir renna.
34.
Glaumsins saknar, gjörði vakna
Galdur handar sanda,
illúðlegur, auðnutregur
eftir fjanda vanda.
35.
Á lét kalla hirðir hjalla
Hörð án sóma róma,
hans var fóstri þakinn þjósti
Þundur óma ljóma.
36.
Sagðist maður mjög gamlaður,
mál ei kynni að sinni
drauma ráða fylkirs fjáða,
fleygir linna innis.
37.
Bryggju nærri á bjargi ei fjærri
bör nam randa standa,
í lyftingu lofðung slyngur
lá rausandi að vanda.
38.
Langskör spretti gylfi glettinn
grimmdar sleginn þreyir:
„Kom þú, Hörður, kvernbíts Njörður
knár, á fley“, hann segir.
39.
„Drauminn ráða tak þú tjáða,
Tveggi ála bála“.
„Hér skal standa“, hins nam vanda
hjalið mála skála.
40.
„Þú munt sjálfur, ægirs álfur
aura fjáður, ráða
drauminn kunna á essi unnar
ei til dáða náða.
41.
Skiptist ríki, skjót helsýki
skal þig neyða og deyða,
mestur hugðist, hefur það brugðist,
um holt og leiðir reyða“.
42.
„Kom þú, Hörður, hingað“, vörður
hallar tér á veri,
„illspár síðan segðu tíðar,
soddan ber þú gerir.“
43.
„Hér skal þreyja og héðan segja“,
Hörður tjáði á láði.
Aftur svara ei nam spara
öðling ráða bráði:
44.
„Hvör með Ásum Hárs að krásum
Hálfdan kallast snjalli?“
„Er sem Baldur“, ansar taldur,
„Óska hallar spjalli.“
45.
„Kom þú Hörður, nadda Njörður,
nær“, kvað auðar Hauður.
Hirðir branda: „Hér skal standa“,
hjalaði nauða rauður.
46.
„Hvör að sönnu í Sigtýrs rönnum
segist ramur framur
Helgi mætur hvassi, ágætur
hjörvi gramur tamur?“
47.
„Sá mun snjallur sem Heimdallur“,
svaraði fleina reynir,
„þengill bestur þér skal verstur
það sem meina greini“.
48.
„Hvör er eg sjálfur“, ýrs kvað álfur,
„Ásum meður téður?“
Hörður svarar sínum hara,
syrpu veður ógleður:
49.
„Megnis versti minnis festi.
Miðgarðs þrekinn breki
þú ert talinn þar útvalinn
þrauta frekinn seki.“
50.
„Ef mig“, framur ansar gramur,
„innir feigan deiga,
mér samferða muntu verða,
meiðir veiga eiga.
51.
Kenni eg brúðna þursinn þrúðna,
þig, sem skerðir gerðar,
með því formi að Miðgarðsormi
máttu ferðir herða
52.
Valbust reynum, veifum fleinum.“
Vann so fara harinn,
býsna rjóður bræði óður,
bláan þar í marinn.
53.
Hörður eftir honum keppti,
heil þar bryggjan liggur,
hrotta laginn hljóp í sæinn
hjálma styggur Yggur.
54.
Hvörugur síðan heimsins tíða
hefur um aldur Baldur
orðið séður sverða téður,
svalg þá kaldur gjaldur.
55.
Að nauðafölum Níðhöggs sölum
njótar halda skjalda,
ódauðlegum öndum tregum
ormar kaldast gjalda.
56.
Á brennandi breka landi
býsna hungur þunga
liðu þorsta kvíða kosta,
kvaldist tungu bunga.
57.
Einn Tantalus heitir halur,
heift þá reynir meina.
Minn útfalur mála alur
mun so greinum leyna.
58.
Fljótur endir ljótur lendir
ljæðist næði græðir,
njótur sendir klóta kenndi
kvæða ræðu fræði.


Athugagreinar

(Brávallarímur eftir Árna Böðvarsson. Rit Rímnafélagsins VIII. Björn K. Þórólfsson bjó til prentunar. Reykjavík 1965, bls. 26–34)