Brávallarímur – fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 5

Brávallarímur – fimmta ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Helgra vætta sæki eg sætt
bls.35–43
Bragarháttur:Gagaraljóð – oddhend – hringhend
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur
1.
Helgra vætta sæki eg sætt,
so er rætt, fyrir kvæðalag,
hef so bætta hyggju kætt,
Herjans snætt af feng í dag.
2.
Óma dísir allar kýs,
æ mig fýsi þeim í vil
með handar ís, sem hefur prís,
honum lýsi kvæða spil.
3.
Hitnar blóð en hýrnar þjóð,
hlýt so bjóða með fögnuð
grunnelds rjóði geðs um slóð
gagraljóðin þrístikluð.
4.
Nýjan brag með listugt lag
lóna daga Týr vill fá,
frían slag við hljóða hag,
hvörgi bagar dýran sá.
5.
Heila rjóða hlýrnirs glóð,
hjörnum ljóða goða ár
yfir bjóða, mýkja móð,
minnis gróða blómgvun stár.
6.
Ímu hari æða mar
yfir varir reyna kraft,
um gýmu hvar sem beinin bar
blossast þar hans eðli skapt.
7.
Drottnar fleiri lífgvum leir
lands um eyri stjórnað fá,
Freyja reyrir miklu meir
mann en heyri glósað frá.
8.
Nýrum ræður skötnum skæð,
skelfir æð en deyfir sjón,
síðla græðir hugar hæð,
hvörs kyns mæðu vekur tjón.
9.
Frá því venda fýsir kennd
fræðin lend í sinnu mar,
mætti tendrast mín alhend
mál til bendast sögunnar.
***
10.
Hauðrið á, sem hermir skrá,
hernum þá var blásið senn,
gylfa tjá so fallinn frá,
frétta má þau tíðinden.
11.
Aftur heim um grænan geim
geðjast þeim að flýta sér,
hjalls á reim með handar eim
Hagbarðs sveima gotarner.
12.
Svignar stöng um geddu göng,
gjálpin söng þar ægir hló,
dignar röng en ráin löng
rumdi ströng við segla kló.
13.
Þórs lífgjafa þvert um haf
þá við skrafar marvölvan
utan tafa, ekki svaf
elris vafa beins grýlan.
14.
Dröfnin ljót þar fetti fót
flóðs um mót og teygði sig,
reisti spjót að ragna þjót,
regin blótar undarlig.
15.
Lenti hvör með kosta kjör
kærast fjör sem hafði til
hremsu bör með yndi ör,
ekru stör þeim ló í vil.
16.
Ráðbarð frá eg fregna þá,
fölur lá í heljar sal
Ívar sá sem brandi brá,
bragnar fáir syrgja hal.
17.
Rakins húna hafs á brún
hilding búna setur þar,
Harald núna hermir rún
harann túna sænornar.
18.
Hilditannar kraftur kann
kólguranninn troða þá,
æðstur manna er með sann
Atríðs svanna reistur frá.
19.
Uður þönd um lúðu lönd
langar höndur ganga lét,
súða vönd á rúðu rönd
ranga böndin fanga hét.
20.
Erfir lönd og orma strönd,
unda vöndinn rjóða kann,
skerðir rönd með hrausta hönd,
Herjans önd því kætast vann.
21.
Verður Svía veldi í
vísir frí og Dana slóð,
Þundar dýja blyss um bý
blómans nýja fegurð stóð.
22.
Fimmtán ára kappinn knár
kóngur stár í ríkjum þar,
vigur blár þeim bítur sár,
blossi lár í mundum var.
23.
Átti hríðir ár og síð
unda gríðar marga við,
þengill lýða þessa tíð
þá nam sníða hjarnar mið.
24.
Til þess blóta tóku fljót
tyrfings klóta börva ráð,
við járna rót á bauga brjót
bíti ei hót, eg finn so skráð.
25.
Öngva hlíf við odda dríf
öðlings lífið þaðan í frá
bar, þó fífan færi stíf
fram í kífi eitruð blá.
26.
Öll þaug lönd við eyja bönd
eignast vöndum styrjar fór,
sem Ívars hönd, þá hristi rönd,
hafði, Löndungs glossa Þór.
27.
Enska jörð með orma svörð
eignast vörður lýða þar,
fyrr sem gjörðist konungs kjörð
með kosta görðum Hálfdanar.
28.
Allir gjalda bryntrölls Bald
börvar skjalda löndum frá
skatta talda, var hans vald
og vegur haldinn mestur þá.
29.
Ráðbarðs til eg víkja vil,
vann með skilum eiga sér
við djásna Bil með ástar yl
arfa, þyl, sem hét Randver.
30.
Randver sá, eg segi frá,
Sigurð á fyrir niðja þann
hring, sem brá við hrotta þrá
hlífar ljá og berjast kann.
31.
Eldast vann, er sagt með sann,
Svofnirs ranna ljóss Baldur,
Hárs um svanna auði ann
æðstur manna Haraldur.
32.
Hringur drótta hirðirs fljótt,
hræbarðs nótt þá undir leið,
fékk til sótt með frægðar gnótt
finnur Gróttu sáða meið.
33.
Vel tók þeim er safnar seim,
Svoldurs reimar funa Týr,
aldinn heima blíðum beim
bálið geima veitti dýr.
34.
Lengi var með listum þar,
lofið bar og stýrði her,
orkusnar til aðsóknar
ungur hari randir sker.
35.
Svíþjóð hlaut en sæmd að hraut,
sóma naut af Haraldi,
hringa Gauti gefur skraut,
gargans laut og Uppsali.
36.
Sjálfur hann, sá höfðingsmann,
Hárs á svanna danskan fór,
þar við kann, því kostum ann,
Kjalars ranna una flór.
37.
Gautland sitt, en Hringi hitt,
hafði kvitt, hið vestra gaf,
skildu blítt um frónið frítt,
friður mitt í geði svaf.
38.
Hringur fékk á brúðar bekk,
bráins stekka, Álfhilde,
Gefni þekka, gæfan rekk
með gleðismekk að mílir hné.
39.
Álfs var jóð sú auðar slóð
elfa stóð í milli þar,
konungs góð við karfa flóð
kallast lóðin Álfheimar.
40.
Unnir svanna arfa þann
átti, sannar bækur tjá,
Ragnar hann að heiti vann
hilmirs ranna dróttin tjá.
41.
Haralds bur tést Hrærekur,
hér kveður um Slöngvanbaug,
hinn Þrándur var hans sonur
hugaður þá kesjan flaug.
42.
Haralds þá, sem hemir skrá,
hundrað má og fimmtiger
árin tjá, so tiggi lá,
tyrfing bláan lagði af sér.
43.
Þórs fangbragða þrekið flagð
þengil lagði í faðminn grá,
bryntrölls Agða ekki þagði
íman sagði fjörgyn á.
44.
Víkingar með Vignirs skar
veittu hara tíðum rán
í ríkjum þar, so þurborðar
þjósa mar ei gjörðist án.
45.
Þótti drótt í þeli hljótt
þengil fljótt að deyja mál,
er sótti um Gróttu sáldurs gnótt,
en sæfður þróttur Týrs við bál.
46.
Því með sann um þengils rann,
þegar hann í kerlaug var,
vildu þann hinn mikla mann
mærings grannar kæfa þar.
47.
Þvita og við, so grennist grið,
gjörði liðið bera á
Hræreks nið með heiftar sið,
hann nam friðar biðja þá.
48.
„Kónglegan eg kýs dauðann“,
kappinn vann so tala blítt,
„þó gautar fanna gamlaðan
góms mig sanna nái títt“.
49.
Vinir hans þar komu í krans,
kónginn lands þeir tóku senn,
hlés með glans, á himna stans
heiftar vansa kemur menn.
50.
Eftir það úr sterkum stað
stefna bað til Svíþjóðar
um Rakins hlað á ragna glað
reitar naða hlyni þar.
51.
Segi slyngvir Sigurði hring,
sverða þingið bjóði hann,
með linna bing þeim list er kring,
laufinn bringur sneiða kann.
52.
Orðsök tér hann álma ver,
áður hér sem greinir skrá,
vildi her, því aldinn er,
öðling kerinn lífi frá.
53.
Hringur strax um foldar fax
frónum axa safna réð,
víga laxa veiddi hags
voga dagsins gnóttum með.
54.
Um Gautland með æðsta stand
álfum randa vestra þar
við Hísings brand, sem gjöri grand
gylltum brandi, safna var.
55.
Noregs drótt til fylkirs fljótt
fjærri ótta koma vann,
höfðu þrótt og hreysti gnótt,
huldi Gróttu Snædrífan.
56.Gagra fundinn fagra stund
fleira grunda bíður draums,
bragar mundin lagar lund
leira Þundi gríðar taums.


Athugagreinar

(Brávallarímur eftir Árna Böðvarsson. Rit Rímnafélagsins VIII. Björn K. Þórólfsson bjó til prentunar. Reykjavík 1965, bls. 35–43)