Brávallarímur – áttunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 8

Brávallarímur – áttunda ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Baldurs ker fyrir vopna ver
bls.59–67
Bragarháttur:Ferskeytt – oddhent – hringhent
Bragarháttur:Ferskeytt – oddhent – hringhent – dýrara*
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur
1.
Baldurs ker fyrir vopna ver
veit eg ber á renna,
vísna geri valvan mér
visku hér að kenna.
2.
Braga tal úr sagnar sal
síðan hjalað verði,
mannaval so hrósi hal,
hyggju kala skerði.
3.
Ugga má mín óðarskrá
álfa bráins leira
hallast nái hrósi frá,
hér að gáir eyra.
4.
Kveða samt mér kallast tamt,
kerin skammta óma
og tala framt við Gauta gramt
gargans jamta blóma.
5.
Hvörsu fer og hvað sem er
í heimi ber afplána,
líki hér mitt ljóðakver
lundi hvera mána.
6.
Býður hann eg sé með sann
sóns í ranni vakinn,
þeim eg ann so kveða kann,
kvíðabann ei saki.
7.
Mælskan rýr í minni býr,
mærðar snýr so lykla,
óður nýr skal yður skýr,
oddhend dýr þrístikla.
8.
Grímnirs lunda gefur mund
glósum stunda sagna,
brag áttunda býð um stund
brjóti sunda vagna.
9.
Fáið hrós og horna ós
Herjans drósa löngum,
glampa sjós með gæfurós
Gangis ljósa slöngvu.
10.
Meðan gái mærðir tjá,
mansöngs skrá þá felli,
kvíða frá so kasta má,
kem eg á Brávelli.
***
11.
Hristist Móða amman óð
út af hljóðum seggja,
stikla góða þeytti þjóð,
Þundar glóð við leggja.
12.
Fylkingar um fenris mar
fylltu arann víga,
saman bar með Bifurs skar
býsnum þar að síga.
13.
Skothríð hörð um Hristar jörð
hrotta Njörðum þótti,
skúfa gjörði skjalda börð,
skeytin spörðu ei dróttir.
14.
Fagra hvelið álma el
undrum fela náði,
vígs um mela, sannleik sel,
suma heljan þáði.
15.
Ubbi var til orku snar,
öðlings Haralds kappi,
fram óð þar og eldinn bar
Auðunar með happi.
16.
Mætti þeim so miklum beim
meiðir geima taldur
Hlés með eim við Hísings reim
hirðir seims Rögnvaldur.
17.
Sóttust að í sögðum stað
sára naða börvar,
hvessings blað á hjálmum kvað,
hlífar skaða dörvar.
18.
Aldrei leit um ævi teit
álfa geitis róma
slíka sveit á rimmu reit
rauðum beita skjóma.
19.
Stórum mása stíms við rás,
stundu básar álfa,
líka blása, Löndungs dás
létu hásir skjálfa.
20.
Hjörinn söng við harða spöng,
hristist röngin Ullar,
róman þröng var rekka löng
reiði ströngu fulla.
21.
Einvígs frí með geystum gný
gjörði Svía hjaldur,
lauk so því að lenti í
Löndungs bý Rögnvaldur.
22.
Ubbi sár við sverða fár
sóknar þrár nú stendur,
vigur blár þeim beit í ár
benja tári kenndur.
23.
Tryggva frá eg tést í skrá
tyrfing bláum deyddi.
Aðils þá hann arfar sjá,
unda ljáinn reiddi.
24.
Báðir senn þeir miklu menn
mættu spennir hrotta,
höggin tvenn gaf hetjum enn
Hnikar sennu glotta.
25.
Þá með sann hinn mikli mann
mækir spannar harða,
báða hann, því frægðir fann,
fella vann til jarðar.
26.
Úlfur hló en æða sjó
ýta sló á foldu,
Ubbi hjó so Yngvi dó,
eggin smó í moldu.
27.
Geyst fram reið á gjarða meið
Gunnur heiðar orma,
herinn beið so harðan deyð
Hárs við neyðar storma.
28.
Allur þar so eyddur var
oddum barinn rani
fylkingar um fetvígs mar,
fælu hjarnar grani.
29.
Hringur veit að hnígur sveit,
heiftin beit á ræsir,
Starkað leit um rómu reit
rimmu geitir æsir.
30.
Sikling tér: „Það sýnist mér“,
sárs við lerað varga,
„flýttu þér nú, vigra ver,
vorum her að bjarga.“
31.
Ilsku hamur æsist fram,
auðnu stamur hafli,
skálmum tamur gegndi gram,
geysi ramur að afli.
32.
„Bilar hjarta hvörgi art
hildar skartið farfa,
odda svart er elið hart,
eg hefi margt að starfa.
33.
Skal eg þó um Mistar mó
mönnum ró frá leiða,
Ubba þó að æsist kló
eggjaða gróu reiða.“
34.
Enginn má við odda þrá
Yggjar bráins valla,
reynast á sem ræði eg frá,
Rögnvald þá lét falla.
35.
Mesti var þó maður þar
með Týrs vararfeldi;
enginn hari af honum bar
á blóðs marar veldi.
36.
Síðan óð með unda glóð
að Ubba rjóðum þrauta,
horfði þjóð, þeir höggva af móð,
hristist fljóðið Gauta.
37.
Lengi þá sem lýsir skrá
laufa bláa reyna,
Starkaðs fáa mengið má
maka sjá né greina.
38.
Ubba sár við odda fár
allur grár nam veita,
æða tár frá undu gár
ofan á smára reita.
39.
Baldur þreks gaf brynju hlekks
branda hreggs Starkaði
undir sex, því benja bekks
bára vex og skaði.
40.
Aldrei fann um ævi þann
illra manna nóti
sem eins vann, eg segja kann,
særa hann með klóti.
41.
Fylking hlýtur riðlast, rít
rauðir bíta geirar,
elfan flýtur æða nýt,
einvíg slítur þeira.
42.
Ubba get við odda hret,
orku metur happa,
einn þann lét, sem Agnar hét,
í hels fletið kappa.
43.
Vals um lautir breiða braut
branda Gautur ruddi,
sigur hlaut og sæmda naut,
sóma skraut hann studdi.
44.
Fóru að parast finnsleifar,
fékk ei sparað jaxla,
mundir bar so blóðugar
burðasnar til axla.
45.
Aldrei hætti hreyfa ósætt
heldur bætti vel um,
fleins í slætti, finn eg rætt,
fyrr en mætti Þelum.
46.
Sögðu þeir nær fífu Freyr
fór með geir ótrauða:
„Verðum meiri en veikur reyr
vígs um eyri rauða.
47.
Í voðum Týrs ef voga fýrs
verður *skyrsi runni,
Gautum ýrs til gæfu hlýrs
gengur sýrs á unni.
48.
Frægð er mest og færi best
fleina lestir blaka,
leyfi tést af firum flest
fífur gest ef saka.
49.
Látum sjá við sverða þrá
séum smáir valla.“
Haddur þá og Hróaldur tá
hlífum gráir spjalla.
50.
Skutu af ýr og tjörgu Týr
tylftum skýrir örva,
tvennum býr í benjum vír,
blóð á mýri hörfar.
51.
Bíldur hjarta bitu part,
brjóstið hart þær kvelja,
fjörsins art so felldi skart,
að fölvum snart kom helja.
52.
Áður hann, sá mesti mann,
marga vann að leiða
í helju rann með hjör bláan,
hvörja fann réð meiða.
53.
Hans við bana hryggðar stjan
Herjans svanir vakna,
röðuls Grana, rétt til man,
reynirs Danir sakna.
54.
Véborg þá með vigur blá
að virðum náir stefna,
sörva Gná með sára ljá
Svíum á vill hefna.
55.
Sóta get við hrotta hret,
hann um letra verður,
þennan lét í feigðar flet
frænings setra Gerður.
56.
Mæta vann þá sól með sann
svofnirs ranna hraður
mannfýlan, sem ódyggð ann.
Espast hann Starkaður.
57.
Reiddi hjör, en varðist Vör
veiga og fjöri hlífði,
særa gjörir aulann ör
og með kjörum skýfði.
58.
Kjálkann sneið af kvernbíts meið,
komst í neyð, en haka
skarst um leið so skeinan breið
skálkinn reiða sakar.
59.
Höku strái í hljóða gjá
hrotta brá so verinn,
kjálkinn má ei falla frá,
fór hann þá um herinn.
60.
Bjartan spennir *bæsingenn
björgólfs sennu frosti,
drepa nennir danska menn,
dólga grennir kosti.
61.
Óðins ker til óðar mér
óðum gerði búa,
hróðrar kveri hróður er,
hróð eg ferju Núa.


Athugagreinar

47.2 ;skyrsi; merkir hér ;skyssa;. Árni tekur orðið ;skyrsi; úr Gull-Þóris sögu.
60.1 bæsingenn] (ef til vill) bæsing enn.