Ein góð gömul söngvísa um eymdir þessa stundlega lífs og sælu eilífs lífs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ein góð gömul söngvísa um eymdir þessa stundlega lífs og sælu eilífs lífs

Fyrsta ljóðlína:Langar mig í lífs höll
Heimild:Lbs 399 8vo.
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) ferkvætt abababa - Ath. tvíliður / einliður
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

„Með sínum almennilegum tón.“
1.
Langar mig í lífs höll,
leiðist mér heims ról.
Hér er sorg og eymd öll
en hjá guði nóg skjól.
Læt eg hjartans leikvöll
líta uppá Guðs stól
þar sem eilíf er sól.
2.
Hér í heimi er völt vist,
veitist mörgum súrt brauð,
eins er maður og eik hrist
sem á stríðir stór nauð.
Í dag hefur heims lyst,
hylur á morgun jörð rauð.
Þá er sess og sæng auð.
3.
Veraldar vols prís,
veitist mörgum heims skraut
sem á hálan hafís
ef hittir ekki lífs braut.
Dauði er hvörn dag vís,
djúp er undir hels laut.
Á móti drífur mörg þraut.
4.
Veitist margri vols þjóð
villuþoka og stórt grand
á hyldjúpri hafslóð
ef hittir ekki á rétt land.
Vofrar aðra vegslóð
villuflokka í bland
yfir urð og aursand.
5.
Gjörður eftir Guðs mynd,
gefin manni er sál.
Heimur, djöfull, hold, synd
henni bruggar vont kál.
Gengur fram sem göld hind,
girnist margur heims prjál.
Það er henni þó tál.
6.
Sinntu ei um það, sál aum,
sittu kyr við Guðs borð.
Hjá þér leið þú heims glaum,
hann er mörgum lífs morð.
Synda af þér stattu* straum,
styð þig fast við Guðs orð
heims yfir helstorð.
7.
Þar til að þú sér
þá ena fögru Guðs borg,
gullmúrum glæst er
og gimsteinar um* torg.
Þjóð hvör sem þar er
þvegin er af syndkorg.
Þá er úti öll sorg.
8.
Þá er horfið heims fár
himneskum borglýð,
hungur, fátækt, sótt, sár,
synd, dauði, myrk hríð.
Þúsund full þar ár
þykir eins og dags tíð.
Þá er úti allt stríð.
9.
Þar mæðir öngvan mein neitt,
manni er ekki líf valt.
Þar er öngvum of heitt,
ekki heldur of kalt.
Þar er engin þjóð þreytt,
þar er fólkið ungt allt,
ólamað, óhalt.
10.
Ljómandi ljós er
lífsins þar eik ein,
aldin gæðin á sér,
ilmandi hvör grein.
Vaxa á henni vínber,
við þau lifa* þjóð hrein.
Hún græðir hvört mein.
11.
Ljómandi lífs byggð
lögmál er ei* sett,
öngvum veitist ein styggð,
allt gengur til rétt.
Þar sést ei ljót lygð,
líður enginn neinn prett.
Guðhrædd er hvör stétt.
12.
Gleðiríkur gagnskær
Guðs borgar kóngs her,
þjóðir allar þekkt fær,
þar hvör annan glöggt sér.
Bræður, vinir, börn kær
er burt fóru af heimi hér,
þeirra samtal sætt er.
13.
Æ, hvað gleðin er stór
öðlast slíka kóngs vist
sem sú eikin græn grór,
gull ber á hvörn kvist.
Þar hljómar hvör kór
með himneska sönglist.
Allir lofa einn Krist.
14.
Þá sé eg við þinn stól,
þig, drottinn, Guð minn,
og þá ljúfu lífs sól,
lausnarann, son þinn.
Hef eg mig í hans skjól,
hann breiðir faðm sinn.
Hjartað gleðst þá hann finn.
15.
Er eg þá glaður æ, æ,
æ, Jesús, Jesús,
þegar eg þinn faðm fæ,
fæ, Jesús, Jésús.
Hósíanna, hæ, hæ,
heppinn er eg, Jésús,
þá eg sé þig og þitt hús.
16.
Sálin leikur mín, mín,
mín, Jesús, Jesús,
í friðarfaðmi þín, þín,
þín, Jesús, Jesús.
Yfir mig allan skín, skín,
skín, Jesús, Jesús
náðarnafn þitt, Jesús.
17.
Eg þakka þér, þér,
þér, Jesús, Jesús.
Þú hefur verið hjá mér
í heimi hér, Jesús.
Mig frá djöfla dróst her,
drottinn minn, Jesús.
Eg á þig, Jesús.
18.
Þá sé eg þig, þig,
þig, Jesús, Jesús,
þú sem leystir mig, mig,
mig, Jesús, Jesús.
Heims yfir helstig
hjálpa þú mér, Jesús.
Þá kemst eg í þitt hús.
19.
Sú höll er herleg
sem hefur gleði og öll föng,
ferköntuð fríð mjög,
finnst þar engin stund löng,
þrjú hlið á hvörn veg,
hafa englar þar söng
um hennar öll göng.
20.
Sálin af sorg þreytt
sér, Jesús, písl þín.
Ljómandi ljós eitt
leiftrar um önd mín.
Baðsveiti og blóð heitt,
beiskur dauði og sár pín
um eilífð þér á hrín.
21.
Láttu* mig iðka orð hrein
og elska* nafn þitt
lífs á meðan æð ein
um þökk er brjóst mitt.
Af mér taktu öll mein
og dauðans kvöl stytt,
svo er minni sál fritt.
22.
Heilagir herrans
hásætið kring stá.
Syngur allur sá krans
sætasta gloríá.
Englar gefa eins ans,
amen, amen, já, já.
Drottins sé dýrð há.


Athugagreinar

7.4 gimsteinar um] gimsteinum sett 399.
10.6 lifa] lifir 399.
11.2 lögmál er ei] lögmálið er 399.
21.1 láttu] lát 399.
21.2 elska] svo 399.