Land enna höltu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Land enna höltu

Fyrsta ljóðlína:Forðum eitt lítið land til var,
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.320–321
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aabbccdd
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

„Snúið úr Gellerts kvæðum (Das Land der Hinkenden í Fabeln und Erzählungen 1765, 8, I, 14). Prentað áður í Kvöldvökum II, 202. Eitt handrit er hér hagnýtt til samanburðar.“
1.
Forðum eitt lítið land til var,
lifandi sást ei nokkur þar
óstamað talað orð sem fékk
og ei haltraði þegar gekk:
Ágæti mat það innlend drótt,
aðkomnum sýndist manni ljótt.
Hann þenkti: „Hér mun öldin öll
undrast hvörnin eg spranga völl.“
2.
Með stýfum fótum storð hann trað,
starsýnt varð hverjum manni á það.
Allir, sem komu auga á rekk,
að honum hlógu nær hann gekk.
Flissandi stóðu og „ferðalang
fallegri“, sögðu, „kennið gang!“
Ámæli það, með öllu villt,
af sér að reka mat hann skylt.
3.
Hann kvað: „Þér haltrið, en eg ei,
af skyldi lagt það vanagrey!“
Uxu þá sköllin miklu meir
málfæri gests nær heyrðu þeir.
Hann stamar ei, en stillir tal.
Að stóru brigsli varð það hal.
Fyri rétt orð og fótatak
forsmán allt landið á hann rak.

> * * *
4.
Vaninn gjörir að vömm er fríð
vér sem frá barndóms sjáum tíð.
Verk það forgefins vogað er:
Vitsmuni þó sá meiri ber
heimsku vorrar oss segi sann
sjálfir höldum vér dára þann
einasta fyrir orsök þá
að honum vit er meira hjá.