A 012 - Annar lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 012 - Annar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Látið ei af að lofa Guð
Höfundur:Michael Weiße
bls.bl. VIv–VIIv)
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Tímasetning:1589
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í sb. 1619, bl. 7; sb. 1671, bl. 6; sb. JÁ 1742, bls. 15--16; sb. 1746, bls. 15--16 og sb. 1751, bls. 15--16. — Sálmurinn er talinn eftir Michael Weisse (Lobsinget Gott und schweiget nicht) og mun hann hér þýddur beint úr þýsku enda ekki til eldri þýðingar á dönsku.-- Páll Eggert telur þýðinguna vera eina þá lélegustu í Sálmabók Guðbrands 1589 og þykir freistandi að eigna hana Ólafi Hjaltasyni. Engin sérstök ástæða sýnist þó til þess og ýmsar þýðingar í Sálmabók Guðbrands 1589 virðast full svo lélegar.(Sjá annars PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923--1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 67--68).
Annar lofsöngur,
með sama lag (þ. e. sama lag og „A solis ortus cardine“)

1.
Látið ei af að lofa Guð,
lýð sínum sendi heill og frið.
María fæddi fríðan svein,
fyrr og síðan var jómfrú hrein.
2.
Heimsins lausnara hæfði vel
hvað fyrr sagði Esekíel,
að meginást til mannkyns sé
af meyju að fæðast óspilltre.
3.
Hver hefur slíkt í heimi frétt,
hrein mey að barni er ólétt?
Svo fæddi móðir soninn sinn,
að sakaði ekki meydóminn.
4.
Svo hlaut vera og hæfði rétt,
hvað af Guði var fyrir sett.
Sem brúðgumi af sínum sal,
son Guðs kom hér í eymdardal.
5.
Almáttugs föðurs einkason
eitt barn varð fyrir manna sjón.
Sá öllum skepnum fóður fær,
fátækliga hann nærður var.
6.
Það barn var reifum vafið í,
vindar og sjór þó hlýða því.
Sá allt hefur í hendi sér
hvílist félaus í stalli hér.
7.
Himnakóngur með hæstri dýrð,
hann varð þræl líkur hér á jörð,
hafði ei sjálfur auð né gull,
ei kórónu, sprota, stól né höll.
8.
Hjá Krist var ekkert heimsins skart,
hans kóngstign var ei þanninn vart.
Einn frelsara og allra þjón,
í heim oss sendi Guð sinn son.
9.
Daglega heyrast Drottins hljóð,
dvel ei að snúast, kristin þjóð.
Hann kallar til sín hvörn einn mann,
hjálpræðis orð ei bregðast kann.
10.
Komið til hans þá kostur er,
kynnist *hann meðan megi þér.
Öllum býður hann ljúfa lund,
leitið hans fyrr en þrýtur stund.
11.
Skiljist syndir og illsku við,
iðrist og fremjið kristinn sið.
Eftir skipun hans breytið best,
bannað hatið og forðast mest.
12.
Hvör hans leitar í hreinni trú,
hans orð heyrir gjarnan nú,
sannleik gjörir af góðri vild,
Guð vottar sig þess vin og skjöld.
13.
Sá í Guði útvalinn er,
af hans orði nýr fæðist hér,
hefur trúna og hennar megn,
himnaríki þess verður eign.
14.
Ó, Jesú, maður orðinn nú,
oss biðjum miskunn veitir þú,
til heiðurs þér í hvörri stétt,
að hlýðum þínum vilja rétt.

10.2 *hann] svo í Sálmabók Guðbrands 1589.