A 010 - Hymn. A patre unigenitus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 010 - Hymn. A patre unigenitus

Fyrsta ljóðlína:Af föðurnum son eingetinn
bls.v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í sb. 1619, bl. 6; sb. 1671, bl. 5; sb JÁ 1742, bls. 13–14; sb. 1746, bls. 13–14; sb. 1751, bls. 13–14; grallara 1607 (í viðauka, um jólatímann) og öllum gröllurum síðan; s-msb. 1742. Latneski sálmurinn „A patre unigenitus“ er talinn ortur á 11. öld. Hann er stafrófssálmur þar sem hver ljóðlína fylgir stafrófinu til enda 5. erindis (a–t). Sálmurinn er nákvæm þýðing latneska textans nema hvað þýðandi reynir ekki að halda stafrófi í ljóðlínum. Eldri þýðingar virðast ekki hafa verið til á þýsku   MEIRA ↲
Hymn. A patre unigenitus
Með sama lag (þ.e. og Verbum supernum prodiens)

1.
Af föðurnum son eingetinn
í heim oss fæddi jómfrúin.
Skírn með kvöl sinni helgar hann,
hvörn einn svo fæðir kristinn mann.
2.
Hæstur Guðs son af himni sté,
holdsmynd skrýddi sig mannligre,
skepnu með dauða frelsi fann,
fögnuð lífs eilífs öllum vann.
3.
Lausnari vor, það þiggjum vér,
þín náð yfir oss komi hér.
Í hug vorn gef þitt helga ljós,
hreina trú hér með auk í oss.
4.
Vor Drottinn, jafnan vert oss hjá,
villu og myrkri frels oss frá.
Af oss saur allra synda þvo.
Sál vorri veittu lækning svo.
5.
Þann áður kominn vitum vér,
veröld að dæma aftur fer.
Kóngur vor, þína valda þjóð
verndi þín náð og mildin góð.
6.
Heiður, lof, dýrð sé Herra þér,
af hreinni mey oss fæddur ert,
með föður og helgum anda,
um allar aldir án enda.