Nýjársgjöf til Margrétar Jónsdóttur 1798 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýjársgjöf til Margrétar Jónsdóttur 1798

Fyrsta ljóðlína:Komdu til mín, kona góð!
bls.397
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Ljóð þetta er fyrsta ljóðið úr flokki sem nefndur er í bókinni „Um fósturbörn skáldsins.“ Það er sagt tekið „Eptir eiginhandar-riti og afskrift.“
1.
Komdutil mín, kona* góð!
kættu mér í geði!
Þér á eg að þakka fljóð!
það sem eg hef að gleði.
2.
Öll er von eg elski þig,
yndisperlan ljúfa!
Aðrir flestir angra mig,
en aldrei þú, mín dúfa!
3.
Þér þó goldin umbun er
öllu minni en skyldi,
fyrirmunar fátækt mér
að fóstra þig sem vildi.
4.
Sá sem gladdi með þér mig
mitt í þrautum nauða,
elski, blessi og annist þig
eins í lífi og dauða!
5.
Eina vildi eg eiga mér
ósk þegar raunir vakna:
að við hvorugt annars hér
örendis þurfum sakna.


Athugagreinar

*1.1 „Nafnið er Margrétar Bogadóttur; eg mátti ráða því“. Skáldið.
[Þetta ber væntanlega svo að skilja að höfundur hafi gert þessa athugasemd í handrit sitt og hafi hann fengið að ráða nafni Margrétar litlu og skírt hana í höfuð konu sinnar, Margrétar Bogadóttur sem flutti reyndar aldrei með honum norður í Eyjafjörð.]