A 083 - Um gagn og nytsemi herrans Kristí uppstigningar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 083 - Um gagn og nytsemi herrans Kristí uppstigningar

Fyrsta ljóðlína:Í dag þá hátíð höldum vér
Höfundur:Zwick, Jóhannes
bls.lv
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccBo
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrir utan Sálmabók Guðbrands 1589 er sálmur þessi varðveittur í: „sb. 1619, bl. 54; gr. 1594 (messuupphaf á uppstigningardag) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr. Sálmurinn er 5 erindi, 1. og 5. er. er breytt í gr. 1594, og í sb. 1619 er enn vikið við 5. er., en þó hélzt jafnan í gr. sú breyting, sem gerð var í gr. 1594; sömuleiðis í s-msb. 1742. [. . .] Þetta er þýðing á þýzkum sálmi, „Auf diesen Tag so denken wir“, eftir Jóhannes Zwick, nákvæm erindi til erindis, þýdd beint, og er hún í betra lagi, þótt ekki sé ógölluð   MEIRA ↲
Um gagn og nytsemi Herrans Kristí uppstigningar
[Nótur]

1.
Í dag þá hátíð höldum vér,
til himna sté vor Herra.
Eilífi Guð, vér þökkum þér,
þig biðjum, virðist vera
vor aumra manna vernd á jörð.
Veraldar kvöl er mörg og hörð,
án þín ei kunnum bera.
Hallelúja, hallelúja.
2.
Lof sé Guði, vor lausn er gjörð,
lífsveg oss búinn sönnum.
Kristus upplauk oss himnahurð,
hvör byrgð var öllum mönnum.
Hvör sem trúir fær fögnuð þann,
fyrir það sig tilbúa kann
eftir að fylgja honum.
Hallelúja, hallelúja.
3.
Þeir leita ekki lausnarans,
sem liggja í girndum sínum.
Byrgt er því himnaríki hans
holdi og blóði blinda.
Trúan á Guð sé sönn og hrein.
Svo mun lífið í hvörri grein
til hans á himna stunda.
Hallelúja, hallelúja.
4.
Guðs börn hér jafnan búa sig
burtu til himnaferða.
Holdsins girndum og heimsins sið
heilaglega sér forða.
Með trú og ást sjá upp í hæð,
en Guð ofan með sinni náð
fram til þess fundnir verða.
Allelúja, hallelú[ja].
5.
Við tignardag þá tökum fyrst
til sín lætur Guð oss koma
og gjörir líka Jesú Krist
í mynd dýrðar og ljóma.
Þá hljótum vér frið og líf,
fulla sælu og eilíft líf.
Guð gefi oss þann sóma.
Hallelúja, allelúja.


Athugagreinar

Ef til vill má segja að sálmurinn sé kveðinn undir átta línu hætti þar sem síðasta línan er alltaf: Halelúja, halelúja.