Sendibréf Fjára | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sendibréf Fjára

Fyrsta ljóðlína:Fyrrverandi fóstri minn
bls.371–373
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

Fyrirsögn:
Sendibréf Fjára
í nafni fjárhunds á Bægisá, til pilts sem þaðan var
nýfarinn. – Eptir einu handriti.“
1.
Fyrrverandi fóstri minn!
fallegi yngismaður!
lifi þér í sérhvert sinn
sæll og margblessaður!
2.
Fyrirgefðu, fóstri minn!
fast þó stundum yrði,
græskulausi þanki þinn
það fyrir rælni virði.
3.
Eg er giftur ullar-tík,
ungri, er heitir Fjára,
segir fólk við séum lík
á svip og litinn hára.
4.
Húsbóndi minn hér á stað
heitir stutti Bensi,
alkunnugur, þú veist það,
þínun langa Jensi.
5.
Svíðingurinn sveltir mig,
svangur á húsgangs barmi,
annað var þá elta eg þig
ætíð fullum parmi.
6.
En eg strákinn aftur svík,
ekki meir enn dyggur,
heim að bæ frá honum strýk,
helst þegar mest á liggur.
7.
Annars hefi’ eg aldrei frið
í eymda hnauki sáru;
annað er hér þó verra við:
vill hann gilja Fjáru.
8.
Heldur vil eg hún sé þín
að hafa af not og skera
en sú tík sem áður mín
að egta . . . . . má vera.
9.
Þagnar logni á þetta slær
þulið vísnagjálfur,
klerkurinn hefir klórað þær
en kveðið hef eg sjálfur.
10.
Fyrirgefning föluð sé
fáorðustu pári.
Eg forblíf með estíme,
yðar klíent: – Fjári.