Akabsljóð út af I. Reg. XVI, XXI, XXII cap. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Akabsljóð út af I. Reg. XVI, XXI, XXII cap.

Fyrsta ljóðlína:Akab hét kóngur / yfir Ísrael
bls.D6r--D10
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Biblíuljóð

Skýringar

Höfundar er ekki getið í Litlu vísnabók en hann er Guðmundur Erlendsson, sbr. JS 232 4to (Gígju), bl. 94r--95v, og Lbs 1055 4to.
Akabsljóð
Akabsljóð með ljúflingslag

1.
Akab hét kóngur
yfir Ísrael,
Amrí sonur
elsti jöfurs.
Hann gjörði flest
Guði til styggðar,
alla framdi
afguðadýrkan.
2.
Byggði hann Baal,
bölvuðu goði,
hús eitt mikið
og háaltari;
líka plantaði
lund allmikinn
Baal til heiðurs
og baðst þar fyrir.
3.
Illur kóngur
innan borgar
samdi þetta
í Samaría;
færði so fórnir
fúlu skúrgoði
bæði þar og á
Baals hæðum.
4.
Jessabel hét
jöfurs kvinna
baldin og blóðgjörn
Baals þerna
ofsóktu þau
illu hjón bæði
Elíam spámann
og Micheam.
5.
Fleiri og aðra
fróma sjáendur
örm hjón bæði
illa forréðu.
Jesreel hét
eitt jöfurs setur;
þar var hilmirs höll
harla reisug.
6.
Nabot hét þar
nokkur bóndi,
varaðist villu,
var guðhræddur.
Víngarð átti
vinur Guðs-barna
nærri hilmirs höll
heimliggjandi.
7.
Niflung eitt sinn
Nabot sagði:
Víngarð yðar
vilda eg kaupa;
mér kemur í hug
kálgarð vænan,
innir hönum,
einn að planta.
8.
Sel þú mér garðinn
fyrir silfurpeninga
eður fyrir annan
öllu betri.
Nabot ansar
nifluns máli:
Guð forbjóði
að gjöri eg þetta.
9.
Föðurleifð mína
fæ eg öngvum
móti setningum
minna feðra;
reiddist gramur,
reikar heimleiðis,
snarast til hvílu
og snýst til veggjar,
10.
bar sig þunglega,
brauðs ei neytti,
fekk hönum mikils
föst afneitan.
Jessabel fann
jöfur stúrandi.
Hvað er þér Akab?
hún að frétti.
11.
Ansar hann vífi,
ágirnd kvalinn:
Nabot mér neitar
nokkrar bónar,
vill mér ei selja
víngarð þennan
sem falað hef eg
fyrir verðaura.
12.
Ansaði bannsett
og brögðum slungin:
Auðvirð þú ei so
Ísráels ríki
að þú bognir fyrir
bónda sléttum,
göfugi herra,
gakk til fæðu.
13.
Vil eg hið fyrsta
vinna bætur,
stillir frægur,
á sturlan þinni.
Féð þér dugi
og forvitra slungin
er úr refbelg mínum
rétt nú kemur.
14.
Bréf lét þá skrifa
bannsett kvinna
undir nafni
Akabs vonda.
Innsiglaði
illan pistil
fylkirs meður
fingurgulli.
15.
Og í Jesreel
öldungunum
eins gæðingum hofs
öllum sendi.
Bréfið so hljóðar:
Boðið föstu,
Færið Nábot
fyrir dómendur.
16.
Tvo ljúgvotta
til þar skikkið
sem að segi
sig heyrt hafa:
Hann hafi Guði
og gram bölvað.
Helgrýtið so
hal óþekkan.
17.
Skrifið kom til
skjöldungs vina;
gjörðu þeir sem
gríður beiddi.
Tekinn var Nabot,
til dóms leiddur,
færð falsvitni
og felldur að máli,
18.
leiddur frá dómi,
laminn grjóti
allt til heljar
hinn saklausi.
En vífið arma
fær vitund af þessu,
segir við Akab
so mælandi:
19.
Niflung statt upp,
Nabot er dauður,
eig þú nú akra hans
og víngarðinn.
Niflung gladdist
Nabots dauða,
fór því á fætur
og fæðu neytti.
20.
Jafnsnart gekk
í Jesreelitans
vænan víngarð
og vottar eign sína.
Sannur Guð þá
sendi Elíam
Tespiter
til tiggja að bragði.
21.
Elías sagði
er sjóla finnur:
Dögling hlýð þú
drottins orðum.
Hvar eð hundar
heitan sleiktu
Nabots dreyra
nú fyrir skömmu
22.
þar skulu þeir
og þitt blóð sleikja,
gramur gírugi!
Gáðu enn framar,
drottinn mun þig
deyða frá ríki,
nafn þitt og niðja
niður djúpt kefja.
23.
Hundar skulu
hvörn þann eta
sem af þér er kominn
innan staðar.
Já, einninn líka
Jessabel vondu
alla upp innan
Jesreels múra.
24.
Hræddist Akab
og hryggðist líka,
auðmýkti sig
allstórlega.
Hvar fyrir mildur Guð
mýkti so hótan
að ólukkan skyldi mest
eftir hann koma.
24.
Á þriðja ári
þar frá liðnu
herjaði Akab
á sýrlenska.
Ræsir vildi
Ramoth í Gilead
aftur vinna
af kóngi þeirra.
24.
Baals spámenn
*sögðu honum sigur
ekki færri
en fjögur hundruð
því Satan hafði
í sálir þeirra
innsáð því eitri
allra til hópa.
25.
Á móti þeim öllum
Micheas spáði.
Því var hann settur
í þröngt fangelsi,
mettaður brauði
mikillrar hryggðar
og þvingunar-vatni
að þengils boði.
26.
Sagði hann ei ræsir
sigur á spjótum.
Af falsspámanni
fekk því pústur.
Zedechias,
sonur Chaena
hét sá hirðir
heimskrar lygi.
27.
Gylfi fór
í gegn sýrlenskum.
Orrusta snarpleg
upp þar byrjast,
spjót voru á lofti
spenntir bogar,
emjandi örvar
og roðinn dör.
28.
Ör lenti þar
ein í lífi
Akab kóngi
óguðlegum,
pílan á milli
pantzara kóngsins
svarðreimarinnar
sveif í kviðinn.
28.
Blóðið í vagninn
vall þá niður,
bað sig að færa
úr bardaganum.
Fylkir andaðist
fyrir sólsetur;
so var innfærður
í Samaríam.
29.
Skækjur þvoðu
skjöldungs stríðsklæði
en vagn hans virðar
við tjörn eina.
Hundar fylltust
hilmirs blóði
næsta þar nærri
sem Nabot var grýttur.
30.
En þegar Jóram
Akabs niðji
orðinn var kóngur
yfir Ísrael
þá var Jehú
þengill smurður
allra synda
Akabs að hefna.
31.
Hann skaut Jóram
herða á milli
með ör einni
inn að hjarta.
og eyðilagði
Akabs niðja
alda og óborna
í öllum stöðum.
32.
Þá var Jessabel
af Jórams falli
heldur huglaus
og hrædd við Jehú,
leyndist uppí
loftsal nokkrum,
geldingar þrír
hjá gríði voru.
33.
Tók þar upp á sig
tignarskrúða
og ilmandi smyrslum
yfir sig dreifði.
Þetta var nærri
Nabots akri.
Kóngurinn Jehú
kom að utan.
34.
Ávarpar hún
út um vindauga
mann mektugan
með þunglyndi.
Bauð hann geldingum
brúði að steypa
fyrir múr niður
megnis háan.
35.
Þrifu geldingar
þrælkonu Baals
og útráku
um vindauga.
Ball á múrnum,
bein klofnuðu,
grýttist þaðan
á grjót niður.
36.
Bein drottningar
brotnuðu í mola
og endaði líf
með æruleysi.
Fór þá Jehú
fæðu að neyta
so víkjandi
í sal nokkurn.
37.
En þegar hallar
hilmirs borðun
mælti mildingur
við menn sína:
Þér skuluð jarða
þá bölvuðu
því hún er komin
af kónga blóði.
38.
Fóru þá menn til
og fundu ekkert
af hráksliturs
hræi hennar.
Höfðu þá hundar
hart *upp numið
fljóðs nema fótinn
og *fólskan lófa.
39.
Hausskel finna
hundsleif þriðju,
í rökkunum
var ristill grafinn.
Þetta skeði
þar hartnærri
sem að Nabot var
nýlega deyddur.
40.
Ill ertu ágirnd,
afguðadýrkun
en þrælar þínir
þúsund *aumri.
Rót ertu reiði,
reynd að morði,
systir samfeðra
svartrar öfundar.
41.
Lækur ert lyga
og lind hórdóma,
móðir metnaðar
*meistari ofneyslu.
Þú gjörir varg
úr vellauðigum
þjóf og þursa
af þeim enu vísu.
42.
Í kaupum ertu
kæn sem rebbi
í nágrenni
naðra ásælin.
Sundrar þú ástir
systkinanna,
brjótandi kærleik
barna og foreldra.
43.
Hórgetin blóðsuga
húss-forstöðu
tálmar þú á þingum
tignum rétti
en krækir í nasir
klerki fégjörnum
að þér fylgi
til fjanda seturs.
44.
Leiðasta drepsótt
lífi og sálu,
verndi oss drottinn
frá valdi þínu
og gefi oss góð dæmi
gjarnan að stunda
en varast þau vondu.
Vísan er úti.

(Litla vísnabókin, bl. D6–D10)
38.6 upp numið] upp murið JS 232 4to.
38.8 fólskan] falskan JS 232 4to.
40.4 aumri] fleiri JS 232 4to.
41.4 meistari] og mestrar JS 232 4to.