Tíundi vikusálmur: Fimmtudags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 10

Tíundi vikusálmur: Fimmtudags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Drottinn guð faðir dásemdar
bls.B1v – (bls. 34–36) Í stafrænni endurgerð: 38 [34]
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Sett upp í 12 línur en er 6 línu háttur.
Tón: Vor herra Jesús vissi það, etc.
1.
Drottinn guð faðir dásemdar,
drottinn sem öllum miskunnar
þeim sem hans hjálpar leita
í þúsund liðu lætur hann
líkn sína ske við sérhvern mann
sem vill hans boðvald veita.
Hvörninn fæ ég, ó herra minn!
heiður nóglega víðfrægt þinn
og útbreitt þitt lof sem bæri?
Frá allri skaðsemd enn í dag
andar og lífs míns veikan hag
geymdir þú, guð, ástkæri.
2.
Þigg nú af mér þar á mót
þíns góða sonar fulla bót
sem blíðkaði þína bræði.
Fyrir hans nafn miskunna mér
mig svo framvegis tak að þér
heill mín líf og hjálpræði.
Umvef mig náðar örmum nú,
aldrei mér gleyma viljir þú,
heilög orð þín svo hljóða
[......]þig mest ég móðgað hef
mína synd alla fyrirgef
og veit mig iðran góða.
3.
Ó! Guð, veit mér að öndin mín
andvarpa megi svo til þín
hvað sem að höndum bæri.
Í fullri bæn og traustri trú;
til mín ásjónu þinni snú,
abba faðir ástkæri.
Nú vil eg hvíla hægt með ró,
hjá þér mín sálin vaki þó,
glöð þinni geymslu undir:
augun þó lykist aftur mín,
augun þá blessuð vaki þín
yfir mér allar stundir.
4.
Uppá það sætt eg sofna vil,
sér hvað er mér nú heyrir til,
fel eg þinni forsorgun;
myrkranna leystur fári frá
fyrir þinn kraft svo mætti eg þá
mæla þitt lof á morgun.
Sorgmædda alla annast þú
í nótt sem kunna verða nú
[kveini] og til þín kalla.
Í nafni Jesú, nafn þitt á,
náðugi faðir, bænheyr þá,
gef þeim huggun gjörvalla.
5.
Góðgjarni faðir gef þú mér
að geta nú svo lifað hér,
æ fyrir augsýn þinni,
að nær mín endast ævitíð
og unnið hafi þetta stríð
frjáls af armæði minni,
að megi eg koma þá til þín
þar sem útvaldra flokkur skín
og þú vilt tár af þerra;
þig síðan lofa þrenning blíð
þar um eilífa lífsins tíð.
Amen, bænheyr, minn herra!


Athugagreinar

2:4 Fyrsta orðið er illgreinanlegt í stafrænu endurgerðinni en gæti komið í ljós við skoðun á prentgrip.
4:3 kveini: óskýrt í stafrænni endurgerð, ekki öruggur lestur