Gestur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gestur

Fyrsta ljóðlína:1. Hér á bak við blómadrag
bls.140
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hér á bak við blómadrag
buldra og kvaka lindir,
hugurinn vakir hress í dag,
hann er að taka myndir.

2.
Lækjaraðir fjöllum frá
fram sér hraða af stalli,
sýnist glaður svipur á
Silfrastaðafjalli.

3.
Á þó bresti eitthvað hér
er því best að gleyma,
breytist flest því eg nú er
orðinn gestur heima.