Lysthúskvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt AAAbbACC
Viðm.ártal:≈ 1750
Flokkur:Vikivakar
Viðkvæði:
Fagurt galaði fuglinn sá
forðum tíð í lundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.
1.
Undir bláum sólar sali
Sauðlauks upp í lygnum dali
fólkið hafði af hanagali
hvörsdags skemmtun bænum á,
– fagurt galaði fuglinn sá –
og af fleiri fugla hjali
frygð um sumarstundir.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
2.
Laufa byggja skyldi skála,
skemmtiliga sniðka og mála,
í lystigarði ljúfra kála,
lítil skríkja var þar hjá,
– fagurt galaði fuglinn sá –
týrar þá við timbri rjála
á tólasmíða fundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
3.
Elliblíður börnum sínum
byggði *laup af hagleik fínum
eins og *dísar manni mínum;
margur naut þess út í frá,
– fagurt galaði fuglinn sá –
er stóð á þaki stólpa frýnu,
steinninn kvað þar undir.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
4.
Vallarþang af völdum manna
vaxa tók um lystiranna
aldintoppa og tamdra hvanna;
tittling margan beið þar hjá.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Þetta dælir Sauðlauks sanna,
svipur vængja stundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
5.
Mestur var af miklu blómi
mustarður að allra dómi:
Kristur, Íslands er það sómi,
eftirlíking til hans brá.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Þessi fríður lundar ljómi
langar sást um grundir.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
6.
Gullligur runnur húsið huldi,
hér með sína gesti duldi.
Af blakti laufa blíður kuldi
blossa sunnu mýkti þá.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Blærinn kvæða bassa þuldi,
blaða milli drundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
7.
Sólin kom í krabbamerki,
klædd var jörðin grænum serki,
síneps dauninn dyggða sterki
dugði sætum þroska ná.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Næst var þar af nytjaverki
njóta smiður mundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
8.
Búskur jurta úr borði miðju
bar ávöxt fyrir *Gyrgis iðju.
Bragnar hugðu blómstra gyðju
byggja slíka lysti-rá,
– fagurt galaði fuglinn sá. –
þulur hárr úr hrumleiks viðjum
hingað feta mundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
9.
Vín á milli mustarðs stofna
manninn hressti kraftadofna.
Margur söng við sólar ofna
og sendi tóninn greinum frá.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Lyst var einnig segg að sofna,
sorgin burtu hrundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
10.
Hunangsblóm úr öllum áttum
ylmi sætum lífga máttu.
Söngpípan í grasagáttum
gjörði tíð á enda kljá.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Skjótt var liðið langt af háttum,
lagst var allt í blundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
11.
Ætla eg ráð sig inn að pakka,
aldinn tér með sinnið frakka.
Vængja-dýr eg heyri ei hlakka,
hljóminn þann eg trega má.
– Fagurt galaði fuglinn sá. –
Af mér hratt eg elli þakka
í svo stökum lundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.
12.
*Böðvar eysu-bur skal nefna
bót við hleif úr fræði svefna
í lystigarði gat að efna
grindar-hús og eyrum sjá
að fagurt galaði fuglinn sá.
Eika kví nam Kila stefna
keipli af huga-sundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.


Athugagreinar

3.2 laupur: húsgrind (hér).
3.3 dísar maður: mágur.
8.2 Gyrgir eða Georg, þ.e. jarðyrkjumaður.
12.1 Í þessu erindi er bundið nafn smiðsins og svo þess er ljóðið orti.