Elska og traust á guði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elska og traust á guði

Fyrsta ljóðlína:Burt með heimsins ónýtt yndi
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.35
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccDD
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Burt með heimsins ónýtt yndi,
ei er veröld mér svo kær!
Aldrei fannst þar leika í lyndi
langvinn tign og ró glaðvær.
Allur í hæð er hugurinn,
hefur sig þangað andi minn.
Helst til létt er heims ágæti,
himinsælu þyngd að mæti.
2.
Eg vil, Guð minn, glaður afsegja
gjörvallt það sem stundlegt er;
minn skal enginn hlutur hneigja
hug frá skyldu, dygð og þér!
Allan heim þó eignaðist,
en útilukt frá himnavist,
sál mín gengi villt í voða,
vildi lítið hitt mig stoða.
3.
Gleði mín sértu, Guð alríkur!
gnógt eg á nær hefi þig;
frá mér ei eg veit þú víkur,
voldug hönd þín leiðir mig.
– Ef þá kann að mæta mér
mein sem þungt og biturt er,
– þó tár flóðu þrátt af kvíða
– þitt er að bjóða, mitt að hlýða.
4.
Gegnum lífsins eymd og ama
óhræddur eg þreyti gang,
augað horfir trúartama
til þess lífs er veit í fang:
sönn hvar gleði og sæluhnoss
sonar þíns gjöf er búin oss,
sigur, frið og sæmd um aldir
í sitt hlutskipti fá útvaldir.