Þrár mínar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þrár mínar

Fyrsta ljóðlína:Hvað harðla lítið heimtist til
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.234–235
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccaB
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:
1.
Hvað harla lítið heimtist til
hag manns og sæld á ljómi!
Vært geð, ástúðlig veigabil,
vinur þeim að er sómi,
húskofi smár að hýrast í,
hollt brauð og vatnslind sorafrí,
vit svo mikið að mál og skil
veitir þessum lærdómi.
2.
Gullskin og makt sín mæti ber,
metorðin engan lýta,
að vera lærður ágætt er
en ekkert er þó til hlýtar.
Nei, skelfast ei við dáradóm
og daginn taka sem hann kóm
er betra en gull og æra þér;
engir það frá þér slíta.
3.
Við brjóst Elísu æ eg ef
allri jörð segja kynni:
;Sjá! þitt hið besta víf eg vef
veröld! í kjöltu minni.;
Eg vinur sæti mér við mund
mín sú er gleði lukkustund,
að meiri fýsn eg gaum ei gef
góssvana fár þó sinni.
4.
Í dal afsíðis fólki frá
eg færi og kofa byggði,
þar víf og eg og vinur sá
vist gætum átt svo dyggði.
Til gróða neyddi grundar-beð,
gæsku prísandi sveita með
þess sem hátt drottnar himnum á
en hring mér gjörðan tryggði.
5.
Eg yrði faðir, ástkær jóð
á kné mér viðkvæm setti.
Augun á þau, sem ágjarn sjóð,
umhyggjufullur hvetti,
að móður svip þar gjörði gá
og grát af ungri kyssa brá;
fríð þætti jörð og guðs hönd góð,
er gaf mér rúm á hnetti.
6.
Eg segði dæla dóttur við:
;Dyggðin er fegurð hæsta!;
og við sporhreifan yngis-nið:
;Ill breytni skömm er stærsta!;
Eg segði bæði dreng og drós:
;Dafnar lífs meðal þyrna rós!
Af dyggðar lind gleði drekkið þið!
Drottni þá hjartkær næsta.;