A 22 - Ein þakkargjörð eftir máltíð undir sömu nótum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 22 - Ein þakkargjörð eftir máltíð undir sömu nótum

Fyrsta ljóðlína:Guð faðir, vér þökkum gæsku þín
Höfundur:Nikulás Boye
bls.25r
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þetta er önnur þýðing sálmsins hér að framan, O, Gott, wir danken deiner gut. Mun hér farið eftir danskri þýðingu, O, Gud, din Godhed takke vi, sem sjá má af því að tekið er með erindi milli 2. og 3. erindis sem finnst ekki í frumsálminum. Þýðingar þessarar verður ekki vart síðar í sálmabókum.

Ein þakkargjörð eftir máltíð
undir sömum nótum.
[Þ.e. Ó, Kristí, vér allir þökkum þér]

1.
Guð faðir, vér þökkum gæsku þín
fyrir Guðs son Kristum vorn Herra
að af mikilli miskunn sín
mannsins þörf lætur ei þverra;
öll Adams börn og alls kyns fé
sitt eðlis fóður lætur í té.
Sé þér lof, sæmd og æra.
2.
Svo sem þú hefur nært oss nú
með nógt líkamligs fæðis
andir vorar auðgist svo
í ást þíns orða sæðis.
Lát þær ekki hungra í hel
heldur á fyrirheits jörðu sel
í gleði til friðar forræðis.
3.
Það unn nú þessum öllum hér
í ástsemd þinni að blífa,
af hjartans grunn að þjóna þér
og þarflig verk að drífa.
Grimmum óvin geym þú oss frá,
glatan og sköm[m] lát oss ei fá
heldur munt þú oss hlífa.
4.
Heiður og þökk á hver[r]i stund
himnaföður skal færa,
sá hefur leyst vor syndabönd,
sín orð lætur oss læra
að trúa upp á hans einkason
og erfðar sinnar að eiga von
og hann svo alltíð æra.