Líkskurður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Líkskurður

Fyrsta ljóðlína:Hjá veginum milli Víkur og Ness
bls.270
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Hjá veginum milli Víkur og Ness
það var sem hann fannst, ég minnist þess,
og búknum var haldið til haga.
Nýfreðinn maður, meðalhár,
mátulega horaður nár, –
aumingi ofan af Skaga.
2.
Prófið stóð einmitt um það skeið
svo ágætlega bar nú í veið
að fá umhleyping ættingjasnauðan.
Af kroppnum var dregin kotungsflík,
en kistur fylltar með efnuð lík, –
því örbyrgð nær út yfir dauðann.
3.
Ég fór þar svo um eitt frostbjart kveld
sem farbréf til næsta heims eru seld
hjá lækninum alls, hinum eina. –
Násúg um blóðugar börur dró.
Bleikur draugsvipur mælti og hló
frá leifum brytjaðra beina.
4.
Meistari plástra og píslartól
þeirra píndu og kvöldu, sem landið ól,
krukkaðu ketið mitt rauða.
Villstu innan um vöðva og bönd,
veifaðu sveðjunni, fákunna hönd,
þú drepur þó aldrei þann dauða.
5.
Hungraður, klæðlaus úr heimi ég dó
og hart til bana mig frostið sló
einmana húsa utan.
Þó kysi ég heldur, ætti eg
að endurdeyja þann sama veg
en leik þinn með lyfið og kutann.