Söngurinn hjá Sveiflu-Geira | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Söngurinn hjá Sveiflu-Geira

Fyrsta ljóðlína:Söngurinn hjá Sveiflu-Geira
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt AAAbbACC
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:Júní 2010
1.
Söngurinn hjá Sveiflu-Geira,
seyðir þá er óminn heyra,
lög hans vilja loða í eyra,
og lýðinn gleðja enn um hríð.
Ætíð hljómar harpan þýð.
Tónskáld er og miklu meira,
mælt á alheimsstiku.
Leikur hann á lífsins harmóniku.
2.
Víst er það að Geira galdur,
geymast mun um drjúgan aldur.
Hann mun eflast hundraðfaldur,
og halda velli langa tíð.
Ætíð hljómar harpan þýð.
Geiri er mikill gleðivaldur,
glæðir mannlífskviku.
Leikur hann á lífsins harmóniku.