Fullkomleikinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fullkomleikinn

Fyrsta ljóðlína:Til fullkomleikans litla ber
bls.18
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1891
1.
Til fullkomleikans litla ber
ég lotning, þó til hann væri hér,
svo hver yrði heilagur hengill –
að varpa nú þessum manns-ham af mér
ég mælist ei til, skal ég segja þér,
og standa sem storknaður engill.
2.
Að hnjóta um lífsins hála svið,
að hrasa og falla – en upp á við,
er ferill að framfara auði.
Og heiminn ei bagar um heilagleik enn,
en hann þyrfti stærri og göfugri menn,
en langfærri saklausa sauði.