Bænarsálmur freistaðrar manneskju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænarsálmur freistaðrar manneskju

Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir, heyr þú mig
bls.E 1
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Tón: Einn tíma var sá auðugur mann etc.
1.
Himneski faðir, heyr þú mig,
hrópa eg nú í trú á þig.
Þú vilt og kannt mér veita
það sem eg klökkur þig um bið.
Þreyttum veit þú mér hjartans frið,
álít mitt andvarp heita.
Dýrð þín verður þá víðfræg hér,
veitir þú sæta heilsu mér,
og margur fagnar sem það sér.
2.
Eg hef þér mína ánauð tjáð,
oft í bænum og sálmum skráð,
grátandi, faðirinn góði,
flatur til jarðar fallið þrátt
fyrir þér bæði dag og nátt,
hátt beðið og í hljóði,
höndum fórnað til himna þín.
Hefur þó engin sára pín
viljað öldungis minnka mín.
3.
Hér fyrir slær mig hugsun sú,
að hafir mig frá þér rekið nú
vegna misgjörða minna,
byrgt einnig fyrir bænum mín
bæði miskunnar eyrum þín,
fyrst ei vill ánauð linna.
Þar þú heitir að heyra þá,
sem hrópa þreyttir nafn þitt á,
hvað skýrt oss gjörir skriftin tjá.
4.
Áður þeir kalla í angursnauð
eg vil þeim svara, segir Guð.
en ekki þá ofþreyta.
Og á meðan þeir mæla bæn
mín skal þeim koma hjálpin væn.
Aumum eg einskis neita!
Hvar er nú, Drottinn, heitið það,
eða hefur þín lofum öngvan stað?
fyrst eg so þrátt forgefins bað.
5.
Enn segir þú í öðrum stað:
Af því hann hænist þrátt mér að,
skal hann mitt frelsi finna,
vegsamar mig og biður blítt
bænheyra vil eg hann því títt
og láta ei aðstoð linna.
Hjá hönum stend í háska eg,
hann þaðan leiði bestan veg,
so verði hefð hans heiðarleg.
6.
Þegar þig mæðir þraut og pín,
þá skaltu hrópa strax til mín.
Eg vil þig brátt bænheyra.
En eftir fengið frelsið átt
fyrir það mig prísa þrátt.
Ei heimtist af þér meira.
Eg hefi skipun oft þá gjört.
Angráðum virðist heitið skert,
fyrst þeim ei batnar við það vert.
7.
Þér sem eruð í þraut og pín,
þreyttir flykkist hingað til mín,
yður skal endurnæra.
Ei kom réttláta að kalla eg
kláran so að þeim hreinsi veg,
heldur þá syndir særa.
Aldrei biður um bartskerann
sá breyskleikann öngvan með sér fann,
heldur særður og sjúkur mann.
8.
Biðjið so fullan fáið þér
fögnuð hjartans í heimi hér,
en ekki í freistni fallið
ef veita kunna vondir menn
veraldar gæði börnum senn
og skyldu skjótt það kallið.
Miklu framar mun faðirinn minn
fúsastur senda anda sinn,
þeim, sem hann biðja, í brjóstið inn.
9.
Ef viltu þína vanda bæn,
vík í þitt svefnhús, hurðin væn
að þér skal aftur falla.
Síðan af hjarta hræsnislaust
himnaföður með klárri raust
einn í leyni ákalla.
Þá mun faðir þinn, sem það sér
sem fyrir mönnum hulið er,
berlega þvílíkt borga þér.
10.
Biðjið, leitið og bankið á,
bænheyrðir skuluð vera þá,
finna og fljótt inn ganga,
hvað tveir af yður trúaðir
taka sér fyrir að biðja hér,
það skulu þeir fljótt fanga.
Æðstur Guð er þeim öllum hjá
í anda, sem hann kalla á,
lætur þá hjálp og huggun fá.
11.
Þúsund dæmi má þvílík fá,
þýði faðir! í helgri skrá
þín boð og heitin blíðu,
um hjartans bæn og hennar mátt
hér með hvernig þú veitir brátt
óskirnar áður lýðum.
Þá líkþrár heilsu óskar einn,
eg vil, sagðir þú, vertu hreinn!
Strax var þá heill hinn hrumi sveinn.
12.
Höfðinginn kom fyrir Kristum einn
úr Kapernaum lyndishreinn,
erindið og fram lagði:
Mjög er veikur minn verkamann!
Vil eg strax koma og lækna hann!
óbeðinn Jesús sagði.
Í þínu ríki minnstu mín,
morðinginn biður spenntur pín,
á sama degi í sælu skín.
13.
Óbeðinn léstu iðrast Pál,
þá útreisti með hvassa stál
þénurum þínum að granda.
Líknsamur Petrum leistu á,
lausnari minn, þér fallinn frá,
so aftur upp réð standa.
Djöfulóðum ei dugði þig,
Drottinn, biðja að lækna sig.
Þá frelsti náð þín föðurlig.
14.
Óbeðinn sástu Sakhæum,
sömuleiðis og Matthæum,
ekkjunnar son upp vaktir.
Tollheimtumanns og Thomæ lést
trúarorð fá þér hugnast best.
Blóðfalls frú ei burtu hraktir.
Er þá miskunn uppausin þín
og ónýt bæn og tárin mín
fyrst ekki léttir langri pín?
15.
Þó hugsun þvílík hvarfli að,
henni gefur trú öngvan stað,
því hún veit vissulega
að heldur falla himin og jörð
en hér þitt bregðist náðarorð,
það huggar hjartans trega.
Ekki merkir það þögnin þín,
að þú forsmáir bænir mín
eður mér ætlir andarpín.
16.
Iðkun bænanna, iðrun, trú
af mér þögn þín útkrefur nú,
hér með þolgæði þýða,
hjartað auðmjúkt með helgum sið,
hatur sem stuggar syndum við
og táraflóðið fríða.
Hér með sætari hjarta mín
huggunin verður, Drottinn, þín
eftir biðlund og langa pín.
17.
So sem hæfir ei vitum vér
veikir menn, þig að biðja hér,
óskum því oft hins ranga.
Því heyrir þú oss herra ei
heldur segir til bæna nei
so skaða ei skulum fanga.
Grátbænir sjúkur bartskerann
breyskum að svala hjarta-rann,
*á köldu, en ei heyrir hann.
18.
Móður með tárum barnið blítt
biður um voðann ótt og títt,
en hugul hún því neitar;
leggur heldur í hönd þess brauð.
Höndlar so við oss góður Guð,
skaðlegt ei vill oss veita.
Því annaðhvort gefur oss þú hér
það umbiðjum ef gagnlegt er
eður betra sem þókknast þér.
19.
Þrisvar sinnum réð postulinn Páll
pústraður magna bænaákall
af ár hins forna fjanda,
bað þig, Drottinn, frelsa frá
freistni þeirri þú sagðir þá
að stöðugur skyldi hann standa
og láta náð sér nægja þín.
Nákvæmast í þeim breysku skín
þinn máttur, Guð, sem mýkir pín.
20.
Af hjarta öllu, herra minn,
hrópa eg nú í þetta sinn
á mikla miskunn þína.
Hrelldur í sál og særður mjög
satan vill mig á heljarveg
færa með freistni sína.
Lengur ei þetta líða má.
Lifandi Guð, mér stattu hjá,
þig einn kalla eg þreyttur á.
21.
Minnstu, Drottinn, á miskunn þín,
mjúka bæn og so tárin mín,
óvinar ólma bræði.
Fögur einninn þín fyrirheit,
frelsi loksins mér aumum veit,
kvalningin mín þig mæði.
Lambið úr kverkum ljónsins drag,
láttu mig hitta gleðidag.
Gæt þú að mínum sorgarslag.
22.
Hás af kalli mín kverkin er.
Kærasti faðir! gegn þú mér.
Augun óskyggnast líka
meðan eg himna mæni til.
á mínum ei verður tárum bil.
Álít armæðu slíka.
Brauðmolinn falli barna þín
af borði ofan einn til mín.
Eg er hundur og saurugt svín.
23.
Trúfastur ertu, faðirinn minn,
í freistni öngva leið mig inn
meir en eg megna að bera,
heldur afdrifin gefur góð,
so geti staðist kristin þjóð.
Það trúi eg víst so vera.
Þó lýist eg í langri þrá
láttu mig ei þér falla frá
heldur sigri og sælu ná.
24.
Hjartað mitt klári heilög trú,
hana bið eg mér aukir þú
hér með þinn friðinn fræga,
þolinmæði, sem þreytist ei,
þíns sonar eður segi nei
krossinum Kristi hæga.
Með friði leið mig lífi frá
og lát mig í sælu komast þá
sem hefur þú tilreitt himnum á.
25.
Ei lát til skammar, þjóninn þinn,
þreyttan, nú verða, Drottin minn!
Aldrei mér ást þín hafni.
Syndunum mínum sjá þú af
og sökk þeim í þitt náðarhaf.
Ég bið í Jesúnafni:
heilagan anda, hjálparann,
sem hjartað kramið lækna kann,
send mér af hæstum himnarann.
26.
Syrg nú ei lengur, sála mín,
set heldur á Guð trúna þín,
hans gjör hirting að líða.
Þó undan dragist hjálpin hans
á henni verður enginn stans,
þolgóð ef þú kannt bíða.
Þá vonin úti virðist öll
og veikum sýnir freistnin föll,
kemur Guðs hjálp af himnahöll.
27.
Ef herrann dvelur, hans þá bíð,
hann mun koma á réttri tíð.
Það færðu sál mín sannað.
Frá nætureykt til annarrar,
eg veit þú fær með morgni svar.
Að skeika skriftin bannar.
Lengi beið Davíð, bað og grét,
þér blessaðan Job og Jósef set,
til dæmis þá Guð huggast lét.
28.
Nú er sú þæga náðartíð,
nú er freistninnar hæsta stríð,
nú er hjálp nálæg engin.
Flýt þér, Drottinn, að frelsa mig,
flýt þér, eg kalla nú á þig.
Flýt þér, ei fresta lengi.
Með einu kanntu orði þín
angursböndin að slíta mín
og af mér létta allri pín.
29.
Haf þig í burtu heljar-ár,
haf þig í burtu satan flár
frá mér með freistni þína.
Jesús fyrir sinn mikla mátt
molað hefur þinn haus í smátt
og bæn meðtekið mína.
Snaran er sundurslitin þín
en syndir allar kvittar mín
fyrir Kristí kvöl og krossins pín.
30.
Heiður, lof, dýrð af hreinnri trú,
himneski faðir, segir nú.
gjörvöll þín kristnin kæra.
Sætum einneigin syni þín,
sigurvegara Jesú mín,
og anda helgum sé æra.
Hvör sem af hjarta sálm þennan
syngja þér með mér, Drottinn! vann,
þeim send huggun af himnarann.


Athugagreinar

17.9 á töldu] svo.