Hjá þröstunum í Skóganesi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hjá þröstunum í Skóganesi

Fyrsta ljóðlína:Sjötíu vorin
bls.28–30
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt AbAb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1913
1.
Sjötíu vorin
hér svæft hefur hjarn
og gustað í sporin
þars gekk ég sem barn.
2.
Skógurinn horfinn,
er skreytti hér fold,
fallinn og sorfinn
í fen eða mold.
3.
Þannig er farin
mín fegursta tíð,
og bátur minn barinn
af brimsjó og hríð. —
4.
Að „verða“ að „vera“ –
eða: var ég til fyr?
og hvað skyldi’ eg gera
í heiminn, ég spyr.
5.
Óminni ára
ei inna það má,
og tvíbytnur tára
það talið ei fá. –
6.
Andinn mig varar
úr algleymis-ró:
„Eilífðin svarar,
og er það ei nóg?“ –
7.
Hér var ég fæddur,
er haustið að dró –
úr óminni slæddur
sem otur úr sjó. –
8.
Mér kenndi móðir
að muna það tvennt:
vera veikum bróðir,
og velja hæstu mennt.
9.
Og sálin mig seiddi
til Sólheimalands,
og lífsþráin leiddi
í ljósheima dans. – –
10.
Man ég í skóginum
morgun og kvöld
þrastanna’ og lóanna
ljóðanna fjöld.
11.
Allt það ég skildi
sem öðrum var rugl,
og gjarna ég vildi
ég væri’ orðinn fugl,
12.
og svífa yfir heiðar
er sól skein á völl
og guðvefinn breiðir
á brekkur og fjöll.