Blindir menn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Blindir menn

Fyrsta ljóðlína:Undir hússins hlið
bls.20–21
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) aaabbb
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952

Skýringar

Önnur vísa er frábrugðin í rímskipan.
1.
Undir hússins hlið
hjúfrar sólskinið,
gerir gælur við
gamla mannsins hár,
héluhvítar brár,
hann er forn og grár.
2.
Er ei um þig hljótt?
Á sér nokkurn söng
bæði beisk og ströng
blindravakan löng,
– heimsins hinsta nótt –
hjarta ellimótt.
3.
Eiga örðugt nú
ást þín von og trú?
Þjáist ekki þú
þegar sólin mín
hátt á himni skín?
Hvar er veröld þín?
4.
Sjá þín augu inn
í opinn himininn,
gamli maður minn?
Máske átt þú frið
þann sem þráum við
þreytt í dagsins klið.
5.
Flýtur lífsins far
fram um tímans mar.
Máske betur mér,
máske fegra þar
gull sem báran ber
blindur maður sér.