Sigurður Pétursson 1759–1827
EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Sigurður var fæddur á Ketilsstöðum á Völlum í Norður Múlasýslu. Hann var sonur Pétur Þorsteinssonar sýslumanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur. Hann hóf nám í Hróarskelduskóla í Danmörku 1774 og varð stúdent þaðan 1779. Síðan nam hann málfræði og lögfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1788. Hann hélt svo til Íslands og varð sýslumaður í Kjósarsýslu og síðar lögreglustjóri í Reykjavík. Á Kaupmannahafnarárum sínum meiddist Sigurður illa á fæti og háðu þau meiðsl honum alla tíð svo hann fékk lausn MEIRA ↲
Sigurður var fæddur á Ketilsstöðum á Völlum í Norður Múlasýslu. Hann var sonur Pétur Þorsteinssonar sýslumanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur. Hann hóf nám í Hróarskelduskóla í Danmörku 1774 og varð stúdent þaðan 1779. Síðan nam hann málfræði og lögfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1788. Hann hélt svo til Íslands og varð sýslumaður í Kjósarsýslu og síðar lögreglustjóri í Reykjavík. Á Kaupmannahafnarárum sínum meiddist Sigurður illa á fæti og háðu þau meiðsl honum alla tíð svo hann fékk lausn frá embætti 1803. Eftir það bjó hann hjá vini sínum Geir biskupi Vídalín og eftir dauða Geirs 1823 hjá ekkju hans þar til hann dó 6. apríl 1827.
Sigurður var gamansamur og prýðilega skáldmæltur. Hann var og brautryðjandi í leikritagerð hérlendis. Hann samdi leikritin Hrólf (eða Slaður og trúgirni) og Narfa sem nemendur Hólavallaskóla sýndu bæði rétt fyrir aldamótin 1800. Þá orti hann talsvert af ljóðum og lausavísum og var sá kveðskapur hans yfirleitt gamansamur en frægast af honum eru vafalaust Stellurímur, átta talsins, fyrst prentaðar í Ljóðmælum Sigurðar Péturssonar 1844. Þótti sú útgáfa reyndar afar léleg. (Sjá: Bragi I - Sýnisbók íslenzkrar ljóðagerðar á 19. öld, Reykjavík 1904, bls. 29–34; Íslenzkt skáldatal m-ö, Reykjavík 1976, bls. 46–47 og Rímnatal I–II, Reykjavík 1966).
↑ MINNA