Ásgrímur Vigfússon, Hellnaprestur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ásgrímur Vigfússon, Hellnaprestur 1758–1829

EIN LAUSAVÍSA
Ásgrímur var fæddur á Hellisvöllum 5. júlí árið 1758. „Foreldrar: Vigfús Helgason spítalahaldari á Hallbjarnareyri og skáld og kona hans Ingibjörg Helgadóttir ,tíuauraskeggs í Brekkubæ.“ Ásgrímur varð stúdent úr Skálholtsskóla 1780. Hann varð prestur í Breiðuvíkurþingum á Snæfellsnesi. Hann bjó á Einarslón 1782–1787, í Brekkubæ 1787–1793 og síðan að Laugarbrekku til æviloka. Ásgrímur var smiður góður og atorkumaður í búsýslu, fróðleiksmaður og skrifaði upp handrit. Hann var ertingasamur og deilugjarn og átti í mestu erjum og mátti þola embættismissi. Hann lést 19. desember 1829. (Heimild: Íslenzkar æviskrár I, bls. 98–99).

Ásgrímur Vigfússon, Hellnaprestur höfundur

Lausavísa
Áður hafði eg augun tvö