Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) 1825–1900

ÁTTA LAUSAVÍSUR
Eiríkur fæddist í Pottagerði í Skagafirði, sonur Páls Þorsteinssonar bónda og skálds í Pottagerði og konu hans, Gunnvarar Rafnsdóttur. Hann missti föður sinn 1829 og var alinn upp á nokkrum hrakningi, ýmist hjá vandalausum eða móður sinni. Hann var bóndi á ýmsum bæjum í Svarfaðardal en lengst af þó á Uppsölum 1861–1878 að hann brá búi en var hjá dóttur sinni og tengdasyni á Uppsölum til æviloka. Kona Eiríks var Margrét dóttir Gunnlaugs fræðimanns á Skuggabjörgum í Deildardal og á Skuggabjörgum bjó Eiríkur í tvíbýli við tengdaforeldra sína á árunum 1855–1857. Eiríkur var frægur fyrir prjónaskap og mun fyrstur manna í Svarfaðardal hafa eignast prjónavél. (Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1850–1890 V. Útg. Sögufélag Skagfirðinga. Akureyri 1988, bls. 59–62).

Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) höfundur

Lausavísur
Bjarni sofa frækinn fer
Harðar mylja hrannirnar
Heil og sæl með höppin fín
Hjá mér situr seima vitur Baldur
Kveðjur lær um hnísu hjall
Mengi segir maður búi magafattur
Þó að margur reyni rás
Þórður hreða þrekinn er