Nýhent – víxlhent | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýhent – víxlhent

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aBaB
Innrím: 1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Nýhent – víxlhent er eins og nýhent óbreytt, auk þess sem aðalhendingar eru þversetis í annarri kveðu hverrar línu. Ríma þær á víxl þannig að önnur kveða fyrstu línu gerir hendingu við aðra kveðu þriðju línu og önnur kveða annarrar línu gerir hendingu við aðra kveðu fjórðu línu.

Dæmi

Tjöldum breidd var höllin há,
hafa setu tekið bragnar;
brúður leidd er bekkinn á,
bóndinn Ketill henni fagnar.
Sigurður Breiðfjörð, Rímur af Víglundi og Ketilríði III:23