Langhent – víxlhent (skrúðhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Langhent – víxlhent (skrúðhent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:AbAb
Innrím: 1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Langhent – víxlhent (skrúðhent) er eins og langhent óbreytt, auk þess sem aðalhendingar eru þversetis í annarri kveðu hverrar línu. Ríma þær á víxl þannig að önnur kveða fyrstu línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu þriðju línu og önnur kveða annarrar línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu fjórðu línu.
Bjarni Jónsson skáldi (d. um 1660) orti elleftu rímu af Flóres og Leó undir þessum hætti.

Dæmi

„Móðurjörð hvar maður fæðist“
man ég sönginn hvar ég fer,
þó í hörðu hjartað mæðist
hann mun löngum fylgja mér.
Guðmundur Böðvarsson

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum