Langhent eða langhenda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Langhent eða langhenda

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:AbAb
Bragmynd:
Lýsing: Langhent eða langhenda er ferhendur háttur og hefur fjórar kveður í hverri línu og eru frumlínur óstýfðar en síðlínur stýfðar. Óbreyttur er hátturinn víxlrímaður og án innríms. Vera má að langhenda sé sprottinn upp úr gagaraljóðum. - Langhenda verður sjálfstæður rímnaháttur á 17. öld. Ef til vill hefur Bjarni Jónsson skáldi (um 1575-'80 - 1655-'60) fyrstur ort heila rímu undir langhendum hætti en hann orti elleftu rímu af Flóres og Leó undir langhendu víxlhendri.

Dæmi

Ársól tindinn efsta glitar,
allt er landið geislum stráð.
Örn í lofti háu hnitar,
horfir eftir veiðibráð.
Höfundur ókunnur

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum