Kviðuháttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kviðuháttur

Lýsing: Kviðuháttur hefur sprottið af fornyrðislagi. Lengd erinda í honum var í fyrstu nokkuð misjöfn eins og í fornyrðislagi en varð síðan jafnan 8 braglínur eins og þróunin varð í því. Stöku braglínurnar (frumlínur) eru jafnan þrjú atkvæði en þær jöfnu (síðlínur) venjulega fjögur atkvæði. Fyrsta kvæði sem þekkt er undir kviðuhætti er Ynglingatal eftir Þjóðólf í Hvini sem var skáld Haralds hárfagra. Í Prologus fyrir Heimskringlu segir Snorri Sturluson Þjóðólf hafa ort kvæðið um Rögnvald konung heiðumhæra, sem var sonur Ólafs Geirstaðaálfs, föðurbróður Haralds hárfagra.
   Kvæðið er talið ort undir lok 9. aldar.


Dæmi

Emk hraðkvæðr
hilmi at mæra,
en glapmáll
of gløggvinga,
opinspjallr
of jöfurs dáðum,
en þagmælskr
of þjóðlygi,
Egill Skallagrímsson: Arinbjarnarkviða, 1. vísa

Ljóð undir hættinum