Skammhent eða skammhenda (létthenda, drjúgmælt, hvinhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skammhent eða skammhenda (létthenda, drjúgmælt, hvinhent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:AbAb
Bragmynd:
Lýsing: Skammhent eða skammhenda (létthenda, drjúgmælt, hvinhent) er ferhendur háttur og hefur í frumlínum fjórar kveður og þrjár í síðlínum eins og í ferskeytlu en sá er munurinn að í skammhendu eru frumlínur óstýfðar og því einu atkvæði lengri en í ferskeytlu. Aftur á móti eru síðlínur skammhendu stýfðar og því einu atkvæði skemmri en síðlínur ferskeytlu. Óbreyttur er hátturinn víxlrímaður og án innríms.
Skammhenda kemur snemma fyrir í rímum innan um ferskeytt, til dæmis í Sörlarímum, sem taldar eru ortar á 14. öld, og virðist þá hafa verið talin til þess háttar. Skammhenda verður ekki sjálfstæður rímnaháttur fyrr en á 17. öld en þá er farið að kveða undir henni heilar rímur.

Dæmi

Vonarstjarna á himni hækkar
hverfa skuggans tjöld.
Ævisól á lofti lækkar,
líður undir kvöld.
Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum