Ferskeytt – sléttubönd – skothend (frumhend) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – sléttubönd – skothend (frumhend)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1AA,3AA;1BB,3BB
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – sléttubönd – skothend (frumhend) eru eins og ferskeytt sléttubönd óbreytt að viðbættu fullu innrími þversetis milli frumlína (sjá ferskeytt skothent þar sem innrímið er aðalhending).
Hallgrímur Pétursson (1614–1674) varð fyrstur til að yrkja heila rímu undir hættinum svo vitað sé. Var það sautjánda ríma af Flóres og Leó en hann hafði tekið við að yrkja rímurnar þar sem Bjarna Borgfirðingaskáld þraut erindið og lauk Hallgrímur þeim. Stuðlar verða alltaf að vera í tveim síðustu kveðum frumlína (síðstuðlun)

Dæmi

Mæði kristna þjáði þar,
þreyttir helju bíða,
æði ristna brynju bar
bragnasveitin fríða.
Hallgrímur Pétursson: Rímur af Flóres og Leó XVII:21

Lausavísur undir hættinum